Sálmur 53:1–6

  • Heimskingjanum lýst

    • „Jehóva er ekki til“ (1)

    • „Enginn gerir það sem er gott“ (3)

Til tónlistarstjórans. Í makalat-stíl.* Maskíl* eftir Davíð. 53  Heimskinginn segir í hjarta sínu: „Jehóva er ekki til.“ Ranglætisverk þeirra eru spillt og andstyggileg,enginn gerir það sem er gott.   En Guð lítur á mennina af himni ofantil að sjá hvort nokkur sé skynsamur, hvort nokkur leiti Jehóva.   Þeir hafa allir vikið af réttri braut,þeir eru allir spilltir. Enginn gerir það sem er gott,ekki einn einasti.   Skilja þeir ekki neitt, þessir illvirkjar? Þeir gleypa í sig fólk mitt eins og brauðog ákalla ekki Jehóva.   En þeir verða skelfingu lostnir,hræddari en nokkru sinni fyrr*því að Guð tvístrar beinum þeirra sem ráðast gegn þér.* Þú niðurlægir þá því að Jehóva hefur hafnað þeim.   Ó, að Ísrael berist hjálp frá Síon! Jakob gleðjist, Ísrael fagniþegar Jehóva flytur herleitt fólk sitt aftur heim.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „óttaslegnir þótt ekkert sé að óttast“.
Orðrétt „setja upp herbúðir gegn þér“.