Sálmur 52:1–9

  • Að treysta á tryggan kærleika Guðs

    • Viðvörun til þeirra sem hreykja sér af illskuverkum (1–5)

    • Óguðlegir treysta á auðæfi (7)

Til tónlistarstjórans. Maskíl* eftir Davíð þegar Dóeg Edómíti sagði Sál að Davíð hefði komið í hús Ahímeleks. 52  Hvers vegna hreykir þú þér af illskuverkum þínum, þrjóturinn þinn? Tryggur kærleikur Guðs varir allan daginn.   Tunga þín, beitt eins og rakhnífur,bruggar illsku og svik.   Þú elskar hið illa meira en hið góða,lygar meira en sannleika. (Sela)   Þú elskar hvert skaðræðisorð,þú svikula tunga!   Þess vegna mun Guð brjóta þig niður í eitt skipti fyrir öll,hann grípur í þig og dregur þig út úr tjaldi þínu,upprætir þig úr landi lifenda. (Sela)   Hinir réttlátu sjá það og fyllast óttablandinni lotningu,þeir hlæja að honum og segja:   „Þarna er maður sem gerði Guð ekki að athvarfi* sínuheldur treysti á sín miklu auðæfiog var viss um að ill áform sín myndu heppnast.“   En ég verð eins og frjósamt ólívutré í húsi Guðs,ég treysti á tryggan kærleika Guðs um alla eilífð.   Ég vil lofa þig að eilífu fyrir það sem þú hefur gert. Frammi fyrir þínum trúföstuset ég von mína á nafn þitt því að það er gott.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „varnarvirki“.