Sálmur 50:1–23

  • Guð dæmir hina trúu og hina illu

    • Sáttmáli Guðs byggður á fórn (5)

    • „Guð sjálfur er dómarinn“ (6)

    • Öll dýrin tilheyra Guði (10, 11)

    • Guð afhjúpar illvirkja (16–21)

Söngljóð eftir Asaf. 50  Jehóva, Guð guðanna, hefur talað,hann kallar saman alla jarðarbúafrá austri til vesturs.*   Frá Síon, ímynd fegurðarinnar, sendir Guð ljós sitt.   Guð okkar kemur og getur ekki þagað. Eyðandi eldur fer á undan honumog mikill stormur geisar í kringum hann.   Hann kallar saman himin og jörðtil að dæma fólk sitt:   „Stefnið til mín þeim sem eru mér trúir,þeim sem gera við mig sáttmála byggðan á fórn.“   Himnarnir boða réttlæti hansþví að Guð sjálfur er dómarinn. (Sela)   „Hlustaðu, þjóð mín, ég ætla að tala,Ísrael, ég ætla að vitna gegn þér. Ég er Guð, þinn Guð.   Ég finn ekki að þér vegna sláturfórna þinnaeða vegna brennifórna þinna sem eru stöðugt frammi fyrir mér.   Ég þarf ekki að taka naut úr húsi þínuné geithafra úr byrgjum þínum 10  því að öll dýr skógarins eru mínog auk þess dýrin á fjöllunum þúsund. 11  Ég þekki hvern einasta fugl á fjöllunum,öll dýr merkurinnar eru mín. 12  Þótt ég væri svangur segði ég þér ekki frá því enda er jörðin mín og allt sem á henni er. 13  Borða ég nautakjöteða drekk ég geitablóð? 14  Færðu Guði þakkargerð að fórnog efndu heit þín við Hinn hæsta. 15  Kallaðu á mig á erfiðum tímum,ég bjarga þér og þú munt lofa mig.“ 16  En Guð segir við illvirkjann: „Hver gaf þér leyfi til að segja frá lögum mínumog tala um sáttmála minn? 17  Þú hatar aga*og snýrð baki við orðum mínum.* 18  Þú sérð þjóf og lætur þér vel líka það sem hann gerir*og þú blandar geði við þá sem eru ótrúir maka sínum. 19  Þú spúir illsku með munni þínumog lygar loða við tungu þína. 20  Þú situr og baktalar bróður þinn,afhjúpar galla í fari sonar móður þinnar.* 21  Ég sagði ekkert þegar þú gerðir þetta,þess vegna hélstu að ég væri alveg eins og þú. En nú ætla ég að ávíta þigog leiða þér fyrir sjónir hvað þú hefur gert. 22  Hugleiðið þetta, þið sem gleymið Guði,svo að ég rífi ykkur ekki sundur og enginn geti bjargað ykkur. 23  Sá sem færir þakkargerð að fórn heiðrar migog sá sem fylgir staðfastlega réttum vegifær að sjá björgun Guðs.“

Neðanmáls

Orðrétt „frá sólarupprás til sólseturs“.
Eða „leiðsögn“.
Orðrétt „kastar orðum mínum aftur fyrir þig“.
Eða hugsanl. „slæst í lið með honum“.
Eða „kemur óorði á son móður þinnar“.