Sálmur 47:1–9

  • Guð er konungur yfir allri jörðinni

    • ‚Jehóva er mikilfenglegur‘ (2)

    • Lofsyngið Guð (6, 7)

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra. Söngljóð. 47  Klappið saman lófum, allar þjóðir,fagnið frammi fyrir Guði sigri hrósandi   því að Jehóva, Hinn hæsti, er mikilfenglegur,hann er hinn mikli konungur yfir allri jörðinni.   Hann leggur lýði undir okkurog þjóðir undir fætur okkar.   Hann velur handa okkur arfleifð,stolt Jakobs sem hann elskar. (Sela)   Guð er stiginn upp við fagnaðaróp,Jehóva er stiginn upp við hornablástur.*   Lofsyngið* Guð, syngið honum lof,lofsyngið konung okkar, syngið honum lof   því að Guð er konungur yfir allri jörðinni. Syngið honum lof og verið skynsöm.   Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum,Guð situr í sínu heilaga hásæti.   Leiðtogar þjóðanna hafa safnast samanmeð fólki Guðs Abrahamsþví að Guð er yfir valdhöfum* jarðar,hann er hátt upp hafinn.

Neðanmáls

Eða „lúðurblástur“.
Eða „Leikið tónlist fyrir“.
Orðrétt „skjöldum“.