Sálmur 43:1–5

  • Guð er dómari sem bjargar

    • „Sendu ljós þitt og sannleika“ (3)

    • „Hvers vegna örvænti ég?“ (5)

    • „Ég vil bíða eftir Guði“ (5)

43  Dæmdu mig, Guð,verðu málstað minn gegn ótrúrri þjóð,bjargaðu mér frá hinum svikulu og ranglátu   því að þú ert Guð minn, varnarvirki mitt. Hvers vegna hefurðu útskúfað mér? Hvers vegna þarf ég að ganga um sorgmæddur, kúgaður af óvinum mínum?   Sendu ljós þitt og sannleika. Þau skulu vísa mér veginn,leiða mig til þíns heilaga fjalls og þinnar stórfenglegu tjaldbúðar.   Þá geng ég að altari Guðs,til Guðs sem er mín mesta gleði,og lofa þig með hörpuleik, ó Guð, þú Guð minn.   Hvers vegna örvænti ég? Hvers vegna finn ég enga ró innra með mér? Ég vil bíða eftir Guðiþví að ég fæ að lofa hann, minn mikla frelsara og Guð.

Neðanmáls