Sálmur 34:1–22

  • Jehóva bjargar þjónum sínum

    • „Upphefjum nafn hans í sameiningu“ (3)

    • „Engill Jehóva stendur vörð“ (7)

    • „Finnið og sjáið að Jehóva er góður“ (8)

    • ‚Ekkert beina hans brotið‘ (20)

Söngljóð eftir Davíð þegar hann þóttist vera genginn af vitinu frammi fyrir Abímelek svo að Abímelek rak hann burt og hann fór. א [alef] 34  Ég vil lofa Jehóva öllum stundum,lof hans sé ávallt á vörum mínum. ב [bet]   Ég hreyki mér af Jehóva,hinir auðmjúku heyra það og fagna. ג [gimel]   Vegsamið Jehóva með mér,upphefjum nafn hans í sameiningu. ד [dalet]   Ég leitaði til Jehóva og hann svaraði mér,hann bjargaði mér frá öllu sem ég óttaðist. ה [he]   Þeir sem líta til hans ljóma af gleði,þeir munu aldrei hylja andlit sín af skömm. ז [zajin]   Vesæll maður hrópaði og Jehóva heyrði,hann frelsaði hann úr öllum raunum hans. ח [het]   Engill Jehóva stendur vörð um þá sem óttast hannog frelsar þá. ט [tet]   Finnið* og sjáið að Jehóva er góður,sá er hamingjusamur sem leitar athvarfs hjá honum. י [jód]   Óttist Jehóva, allir hans heilögu,því að þeir sem óttast hann líða engan skort. כ [kaf] 10  Jafnvel sterk ungljón verða hungruðen þeir sem leita Jehóva fara ekki á mis við neitt gott. ל [lamed] 11  Komið, synir mínir, hlustið á mig,ég vil kenna ykkur að óttast Jehóva. מ [mem] 12  Ef þið elskið lífiðog viljið sjá marga góða daga נ [nún] 13  haldið þá tungu ykkar frá illuog vörum ykkar frá lygi. ס [samek] 14  Snúið baki við hinu illa og gerið gott,þráið frið og keppið eftir honum. ע [ajin] 15  Augu Jehóva hvíla á hinum réttlátuog eyru hans hlusta á grátbeiðni þeirra. פ [pe] 16  En Jehóva stendur gegn þeim sem gera illttil að afmá minningu þeirra af jörðinni. צ [tsade] 17  Hinir réttlátu hrópuðu og Jehóva heyrði,hann bjargaði þeim úr öllum raunum þeirra. ק [qóf] 18  Jehóva er nálægur hinum sorgbitnu,hjálpar þeim sem eru niðurbrotnir.* ר [res] 19  Hinn réttláti lendir í mörgum raunumen Jehóva frelsar hann úr þeim öllum. ש [shin] 20  Hann verndar öll bein hans,ekki eitt einasta þeirra verður brotið. ת [tá] 21  Ógæfa drepur hina vondu,þeir sem hata hinn réttláta verða fundnir sekir. 22  Jehóva bjargar lífi þjóna sinna,enginn sem leitar athvarfs hjá honum verður fundinn sekur.

Neðanmáls

Orðrétt „Smakkið“.
Eða „þeim sem hafa sundurkraminn anda“.