Sálmur 31:1–24

  • Athvarf hjá Jehóva

    • „Í þínar hendur fel ég anda minn“ (5)

    • „Jehóva, Guð sannleikans“ (5)

    • Góðvild Guðs er mikil (19)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 31  Hjá þér, Jehóva, hef ég leitað athvarfs. Láttu mig aldrei verða mér til skammar,bjargaðu mér því að þú ert réttlátur.   Beygðu þig niður og hlustaðu,*komdu mér fljótt til hjálpar. Vertu mér fjallavígi,varnarvirki mér til bjargar.   Þú ert bjarg mitt og vígi,þú leiðir mig og vísar mér veginn vegna nafns þíns.   Þú leysir mig úr netinu sem þeir lögðu fyrir migþví að þú ert varnarvirki mitt.   Í þínar hendur fel ég anda minn,þú hefur frelsað mig, Jehóva, Guð sannleikans.*   Ég hata þá sem tilbiðja einskis nýt skurðgoð,ég legg traust mitt á Jehóva.   Ég gleðst innilega yfir tryggum kærleika þínumþví að þú hefur séð neyð mínaog veist hve þjáður ég er.   Þú hefur ekki framselt mig í hendur óvinarinsheldur leitt mig í öruggt skjól.*   Vertu mér góður, Jehóva, því að ég er í öngum mínum,augu mín eru myrkvuð af angist og allur líkami minn* veikburða. 10  Sorgin heltekur líf mitt,árin líða með kveinstöfum. Kraftar mínir eru á þrotum vegna syndar minnar,bein mín veslast upp. 11  Allir andstæðingar mínir smána mig,ekki síst nágrannar mínir. Kunningjum mínum hryllir við mérog flýja þegar þeir sjá mig úti á götu. 12  Ég er horfinn úr minni* þeirra, gleymdur eins og dauður maður,ég er eins og brotið ker. 13  Ég heyri að margir baktala mig,ógn steðjar að úr öllum áttum. Þeir sameinast gegn mérog leggja á ráðin um að drepa mig. 14  En ég treysti þér, Jehóva,og lýsi yfir: „Þú ert Guð minn.“ 15  Dagar mínir eru í þinni hendi,bjargaðu mér úr greipum óvina minna og þeirra sem ofsækja mig. 16  Láttu auglit þitt lýsa yfir þjón þinn,frelsaðu mig vegna þíns trygga kærleika. 17  Jehóva, láttu mig ekki verða mér til skammar þegar ég hrópa til þín,láttu illvirkjana verða sér til skammar,þagna í gröfinni.* 18  Láttu lygavarir verða hljóðar,varir sem lítilsvirða hina réttlátu með hroka og fyrirlitningu. 19  Góðvild þín er sannarlega mikil! Þú hefur geymt hana handa þeim sem óttast þigog sýnt öllum að þú ert góður við þá sem leita athvarfs hjá þér. 20  Þú verndar þá í skjóli auglits þínsfyrir ráðabruggi manna,felur þá í skýli þínu fyrir illskeyttum árásum.* 21  Lofaður sé Jehóvaþví að á stórkostlegan hátt sýndi hann mér tryggan kærleika í umsetinni borg. 22  Ég fylltist örvæntingu og sagði: „Ég dey og hverf úr augsýn þinni.“ En þú heyrðir þegar ég hrópaði til þín á hjálp. 23  Elskið Jehóva, allir hans trúu. Jehóva verndar hina trúföstuen refsar harðlega hinum hrokafullu. 24  Verið hugrökk og sterk,*þið sem bíðið Jehóva.

Neðanmáls

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt til mín“.
Eða „þú trúfasti Guð“.
Eða „rýmkað um mig“.
Eða „sál mín og kviður“.
Orðrétt „hjarta“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „fyrir deilum tungna“.
Eða „og styrkið hjörtu ykkar“.