Sálmur 30:1–12

  • Hryggð breytist í fögnuð

    • Velþóknun Guðs varir alla ævi (5)

Söngljóð eftir Davíð, flutt við vígslu hússins. 30  Ég dásama þig, Jehóva, því að þú hefur lyft mér upp*og ekki leyft óvinum mínum að hlakka yfir mér.   Jehóva Guð minn, ég hrópaði til þín á hjálp og þú læknaðir mig.   Jehóva, þú lyftir mér upp úr gröfinni,*þú lést mig halda lífi, forðaðir mér frá því að sökkva í djúp jarðar.*   Syngið Jehóva lof,* þið sem eruð honum trú,lofið hans heilaga nafn   því að reiði hans varir aðeins andartaken velþóknun hans alla ævi. Grátur brýst fram að kvöldi en gleðióp að morgni.   Þegar ég var áhyggjulaus hugsaði ég: „Ég hrasa* aldrei.“   Meðan þú hafðir velþóknun á mér, Jehóva, gerðirðu mig óhaggandi eins og fjall. En þegar þú huldir auglit þitt varð ég óttasleginn.   Til þín, Jehóva, kallaði ég stöðugt,ég grátbað Jehóva að sýna mér velvild.   Hvaða ávinningur er að dauða mínum,* að því að ég fari í gröfina?* Getur duftið lofað þig og sagt frá trúfesti þinni? 10  Hlustaðu, Jehóva, og vertu mér góður,hjálpaðu mér, Jehóva. 11  Þú hefur breytt sorg minni í gleðidans,tekið mig úr hærusekknum og klætt mig fögnuði 12  til að ég* geti lofsungið þig án afláts. Jehóva Guð minn, ég vil lofa þig að eilífu.

Neðanmáls

Eða „dregið mig upp“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „gröfina“.
Eða „Lofið Jehóva með tónlist“.
Eða „haggast“.
Orðrétt „blóði mínu“.
Eða „djúp jarðar“.
Eða „dýrð mín“.