Sálmur 3:1–8

  • Traust á Guði þegar hætta steðjar að

    • ‚Hvers vegna svona margir óvinir?‘ (1)

    • „Björgunin kemur frá Jehóva“ (8)

Söngljóð eftir Davíð þegar hann var á flótta undan Absalon syni sínum. 3  Jehóva, hvers vegna eru óvinir mínir svona margir? Hvers vegna hafa svo margir snúist gegn mér?   Menn segja um mig: „Guð mun ekki bjarga honum.“ (Sela)*   En þú, Jehóva, ert skjöldur minn sem verndar mig á allar hliðar,þú heiðrar mig og lætur mig bera höfuðið hátt.   Ég hrópa til Jehóvaog hann svarar mér af sínu heilaga fjalli. (Sela)   Ég leggst niður og sofna,ég vakna óhulturþví að Jehóva er með mér.   Ég óttast ekki þær tugþúsundirsem fylkja sér gegn mér á allar hliðar.   Láttu til þín taka, Jehóva. Bjargaðu mér, Guð minn. Þú löðrungar alla óvini mína,brýtur tennur hinna illu.  Björgunin kemur frá Jehóva. Þú blessar þjóð þína. (Sela)

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.