Sálmur 29:1–11

  • Kröftug rödd Jehóva

    • Tilbeiðsla í helgum skrúða (2)

    • „Guð dýrðarinnar þrumar“ (3)

    • Jehóva styrkir fólk sitt (11)

Söngljóð eftir Davíð. 29  Veitið Jehóva verðskuldað lof, þið kappar,*lofið Jehóva fyrir dýrð hans og mátt.   Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið,fallið fram fyrir* Jehóva í helgum skrúða.*   Rödd Jehóva hljómar yfir vötnunum,Guð dýrðarinnar þrumar,Jehóva er yfir mörgum vötnum.   Rödd Jehóva er kraftmikil,rödd Jehóva er mikilfengleg.   Rödd Jehóva brýtur sundur sedrustrén,já, Jehóva mölbrýtur sedrustré Líbanons.   Hann lætur Líbanon* stökkva eins og kálf,Sirjon eins og ungt villinaut.   Rödd Jehóva lætur eldsloga leiftra.   Rödd Jehóva lætur óbyggðirnar nötra,Jehóva lætur óbyggðir Kades nötra.   Rödd Jehóva skelfir hindirnar svo að þær beraog gerir skógana nakta. Allir í musteri hans segja: „Dýrð!“ 10  Jehóva situr í hásæti yfir flóðinu,*Jehóva ríkir sem konungur að eilífu. 11  Jehóva veitir fólki sínu styrk,Jehóva blessar fólk sitt með friði.

Neðanmáls

Orðrétt „synir kappa“.
Eða „tilbiðjið“.
Eða hugsanl. „vegna ljómans af heilagleika hans“.
Það er, Líbanonsfjallgarðinn.
Eða „vötnunum á himni“.