Sálmur 28:1–9

  • Sálmaskáldið fær bænheyrslu

    • „Jehóva er styrkur minn og skjöldur“ (7)

Eftir Davíð. 28  Til þín hrópa ég stöðugt, Jehóva, klettur minn,hunsaðu mig ekki. Ef þú svarar mér enguverð ég eins og þeir sem fara niður í djúp jarðar.*   Heyrðu grátbeiðni mína þegar ég hrópa til þín á hjálpog lyfti höndum mínum í átt að innsta herberginu í helgidómi þínum.   Dragðu mig ekki fyrir dóm með illvirkjum og skaðræðismönnum,þeim sem tala vingjarnlega við náunga sinn en hafa illt í hyggju.   Launaðu þeim eftir verkum þeirra,eftir afbrotum þeirra. Refsaðu þeim fyrir verk handa þeirra,fyrir allt sem þeir hafa gerst sekir um,   því að þeim stendur á sama um verk Jehóva,öll handaverk hans. Hann rífur þá niður og reisir þá ekki aftur við.   Lofaður sé Jehóvaþví að hann hefur heyrt grátbeiðni mína.   Jehóva er styrkur minn og skjöldur,hjarta mitt treystir á hann. Hann hefur hjálpað mér og hjarta mitt fagnar. Þess vegna lofa ég hann í söng.   Jehóva er styrkur þjóð sinni,hann er vígi sínum smurða og bjargar honum.   Frelsaðu þjóð þína og blessaðu eign þína. Vertu hirðir hennar og berðu hana að eilífu í fangi þér.

Neðanmáls

Eða „gröfina“.