Sálmur 24:1–10

  • Hinn dýrlegi konungur gangi inn

    • „Jehóva á jörðina“ (1)

Eftir Davíð. Söngljóð. 24  Jehóva á jörðina og allt sem á henni er,landið og þá sem í því búa.   Hann grundvallaði hana á hafinu,festi hana á fljótunum.   Hver fær að ganga upp á fjall Jehóvaog hver fær að standa á hans helga stað?   Sá sem hefur saklausar hendur og hreint hjarta,hefur ekki unnið rangan eið við mig*né svarið sviksamlega.   Hann hlýtur blessun frá Jehóvaog réttlæti frá Guði sínum* sem frelsar hann.   Þetta er kynslóðin sem leitar hans,sækist eftir velþóknun þinni,* Guð Jakobs. (Sela)   Lyftið höfðum ykkar, þið hlið,opnist,* þið fornu dyr,svo að hinn dýrlegi konungur megi ganga inn.   Hver er þessi dýrlegi konungur? Jehóva, hinn sterki og máttugi,Jehóva, stríðshetjan mikla.   Lyftið höfðum ykkar, þið hlið,opnist, þið fornu dyr,svo að hinn dýrlegi konungur megi ganga inn. 10  Hver er þessi dýrlegi konungur? Jehóva hersveitanna – hann er hinn dýrlegi konungur. (Sela)

Neðanmáls

Eða „sál mína“. Það er, líf Jehóva sem svarið er við.
Eða „og verður réttlátur í augum Guðs síns“.
Orðrétt „leitar auglits þíns“.
Eða „rísið upp“.