Sálmur 21:1–13

  • Konungurinn treystir Jehóva og hlýtur blessun

    • Konungurinn hlýtur langa ævi (4)

    • Óvinir Guðs sigraðir (8–12)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 21  Konungurinn gleðst yfir styrk þínum, Jehóva,fagnar innilega yfir hjálp þinni.   Þú gafst honum það sem hjarta hans þráði,neitaðir honum ekki um það sem varir hans báðu um. (Sela)   Þú kemur á móti honum til að blessa hann ríkulega,setur kórónu úr skíragulli á höfuð hans.   Hann bað þig um líf og þú gafst honum það,langa ævi, já, eilíft líf.   Dýrð hans er mikil því að þú bjargaðir honum,þú veitir honum vegsemd og tign.   Þú blessar hann að eilífu,nærvera þín* veitir honum gleði.   Konungurinn treystir Jehóva,hann hrasar aldrei því að Hinn hæsti sýnir honum tryggan kærleika.   Hönd þín nær öllum óvinum þínum,hægri hönd þín nær þeim sem hata þig.   Þú gerir þá að glóandi eldsofni þegar þú birtist þeim á tilsettum tíma. Jehóva gereyðir þeim í reiði sinni og eldurinn gleypir þá. 10  Þú afmáir afkvæmi* þeirra af jörðinni,afkomendur þeirra úr hópi mannanna. 11  Þeir hafa lagt á ráðin gegn þér,bruggað launráð sem heppnast þó ekki 12  því að þú rekur þá á flóttaþegar þú miðar boganum á þá. 13  Rístu upp, Jehóva, og sýndu styrk þinn. Við lofum mátt þinn í söng.*

Neðanmáls

Orðrétt „Auglit þitt“.
Orðrétt „ávöxt“.
Orðrétt „með söng og tónlist“.