Sálmur 20:1–9

  • Guð bjargar smurðum konungi sínum

    • Sumir treysta á stríðsvagna og hesta „en við áköllum nafn Jehóva“ (7)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 20  Jehóva svari þér á degi neyðarinnar,nafn Guðs Jakobs verndi þig.   Megi hann senda þér hjálp frá helgidóminum,styðja þig frá Síon.   Hann muni eftir öllum fórnargjöfum þínumog hafi velþóknun á brennifórnum þínum.* (Sela)   Hann gefi þér það sem hjarta þitt þráirog láti öll áform þín heppnast.   Við hrópum af gleði því að þú hefur frelsað okkur,lyftum sigurfána í nafni Guðs okkar. Jehóva uppfylli allar óskir þínar.   Nú veit ég að Jehóva frelsar sinn smurða. Hann svarar honum frá sínum helga himni,bjargar honum* með hægri hendi sinni.   Sumir treysta á stríðsvagna og aðrir á hestaen við áköllum nafn Jehóva Guðs okkar.   Þeir hafa hnigið niður og falliðen við höfum risið á fætur og stöndum uppréttir.   Jehóva, bjargaðu konunginum! Hann svarar okkur þegar við hrópum á hjálp.

Neðanmáls

Orðrétt „álíti brennifórnir þínar feitar“.
Eða „vinnur mikla sigra“.