Sálmur 19:1–14

  • Sköpunarverk Guðs og lög vitna um hann

    • „Himnarnir segja frá dýrð Guðs“ (1)

    • Fullkomin lög Guðs veita nýjan kraft (7)

    • ‚Syndir sem ég veit ekki af‘ (12)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 19  Himnarnir segja frá dýrð Guðs,himinhvolfið greinir frá handaverkum hans.   Orð þeirra streyma fram dag eftir dag,þeir fræða okkur nótt eftir nótt.   Rödd þeirra heyrist ekki,ekkert tal, engin orð.   En þó berst ómur* þeirra um alla jörðinaog boðskapur þeirra til endimarka heimsbyggðarinnar.* Á himni hefur hann reist sólinni tjald.   Hún gengur út úr brúðarherbergi sínu eins og brúðgumi,eins og hetja fagnar hún yfir að þeysa sína leið.   Hún rís við önnur endimörk himinsog lýkur ferð sinni við hin. Geislar hennar ylja allri jörðinni.   Lög Jehóva eru fullkomin, veita nýjan kraft. Áminningar Jehóva eru áreiðanlegar, gera hinn óreynda vitran.   Fyrirmæli Jehóva eru réttlát, gleðja hjartað. Boðorð Jehóva eru skír, lýsa upp augun.   Óttinn* við Jehóva er hreinn, varir að eilífu. Dómar Jehóva eru sannir, réttlátir á allan hátt. 10  Þeir eru verðmætari en gull,ógrynni af skíragulli,og sætari en hunang, hunang sem drýpur úr vaxkökunni. 11  Lög þín vara þjón þinn við,að fylgja þeim hefur mikla blessun í för með sér. 12  Hver er meðvitaður um eigin mistök? Sýknaðu mig af syndum sem ég veit ekki af. 13  Forðaðu þjóni þínum frá hroka,láttu hann ekki ná tökum á mér. Þá verð ég hreinnog saklaus af alvarlegum syndum. 14  Megi orðin af munni mínum og hugrenningar hjarta míns gleðja þig,Jehóva, klettur minn og lausnari.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „mælisnúra“.
Eða „hins frjósama lands“.
Sjá orðaskýringar.