Sálmur 18:1–50

  • Guð lofsunginn fyrir björgun

    • „Jehóva er bjarg mitt“ (2)

    • Jehóva er ráðvandur hinum ráðvanda (25)

    • Vegur Guðs er fullkominn (30)

    • „Auðmýkt þín gerir mig mikinn“ (35)

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð þjón Jehóva. Hann söng þetta ljóð fyrir Jehóva eftir að Jehóva hafði bjargað honum úr höndum allra óvina hans og úr höndum Sáls. Hann sagði:+ 18  Ég elska þig, Jehóva, styrkur minn.+   Jehóva er bjarg mitt og vígi, bjargvættur minn.+ Guð minn er klettur+ minn þar sem ég leita athvarfs,skjöldur minn og horn* frelsunar minnar,* öruggt athvarf.*+   Ég ákalla Jehóva, hann sem á lof skilið,og ég bjargast frá óvinum mínum.+   Bönd dauðans þrengdu að mér,+ofsaflóð illmenna skelfdu mig.+   Bönd grafarinnar* umluktu mig,snörur dauðans ógnuðu mér.+   Í angist minni ákallaði ég Jehóva,ég hrópaði stöðugt til Guðs míns á hjálp. Í musteri sínu heyrði hann rödd mína+og hróp mitt á hjálp barst honum til eyrna.+   Þá hristist jörðin og skalf,+undirstöður fjallanna léku á reiðiskjálfi,þær nötruðu því að hann var reiður.+   Reyk lagði úr nösum hans,eyðandi eld úr munni hans+og glóandi kol þeyttust út frá honum.   Þegar hann steig niður sveigði hann himininn+og svartamyrkur var undir fótum hans.+ 10  Hann kom fljúgandi á kerúb+og steypti sér niður á vængjum andaveru.*+ 11  Hann umlukti sig myrkri.+ Regnþykknið og skýsortinnvar eins og skýli í kringum hann.+ 12  Úr ljómanum umhverfis hannbrutust hagl og eldneistar gegnum skýin. 13  Þá þrumaði Jehóva á himni.+ Hinn hæsti hóf upp rödd sína.+ Það rigndi hagli og eldneistum. 14  Hann skaut örvum sínum og tvístraði óvinunum,*+slöngvaði eldingum svo að þeir skelfdust.+ 15  Árfarvegirnir komu í ljós,+undirstöður jarðar sáust þegar þú, Jehóva, veittir refsinguog blést úr nösum þér.+ 16  Hann rétti út hönd sína frá hæðum,greip í mig og dró mig upp úr djúpinu.+ 17  Hann bjargaði mér frá öflugum óvini mínum,+frá þeim sem hötuðu mig og voru mér yfirsterkari.+ 18  Þeir stóðu gegn mér á ógæfudegi mínum+en Jehóva studdi mig. 19  Hann leiddi mig í öruggt skjól,*bjargaði mér því að hann elskaði mig.+ 20  Jehóva launar mér réttlæti mitt,+umbunar mér fyrir sakleysi mitt*+ 21  því að ég hef haldið mig á vegi Jehóvaog ekki snúið baki við Guði mínum. 22  Ég hef alla dóma hans fyrir augum mér,hunsa ekki ákvæði hans. 23  Ég vil standa hreinn frammi fyrir honum+og varast að syndga.+ 24  Jehóva umbuni mér fyrir réttlæti mitt,+fyrir sakleysi mitt frammi fyrir honum.+ 25  Þú ert trúr hinum trúfasta,+ráðvandur hinum ráðvanda,+ 26  falslaus hinum falslausa+en leikur á hinn svikula.+ 27  Þú frelsar undirokaða*+en auðmýkir hrokafulla.*+ 28  Þú lætur lampa minn skína, Jehóva. Guð minn, þú lýsir upp myrkur mitt.+ 29  Með þinni hjálp get ég ráðist gegn ránsflokki,+með mætti Guðs get ég klifið múra.+ 30  Vegur hins sanna Guðs er fullkominn,+orð Jehóva er hreint.*+ Hann er skjöldur öllum sem leita athvarfs hjá honum.+ 31  Hver er Guð nema Jehóva?+ Hver er klettur nema Guð okkar?+ 32  Hinn sanni Guð klæðir mig styrkleika,+hann gerir veg minn greiðan.+ 33  Hann gerir mig fráan á fæti eins og hind,lætur mig standa á hæðunum.+ 34  Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar,handleggi mína til að spenna eirboga. 35  Þú bjargar mér með skildi þínum,+hægri hönd þín styður mig,auðmýkt þín gerir mig mikinn.+ 36  Þú breikkar stíginn sem ég gengsvo að mér skriki ekki fótur.*+ 37  Ég elti óvini mína og næ þeim,sný ekki aftur fyrr en ég hef eytt þeim. 38  Ég krem þá sundur svo að þeir rísa ekki upp aftur,+ég treð þá undir fótum mínum. 39  Þú gefur mér styrk til bardaga,fellir andstæðinga mína frammi fyrir mér.+ 40  Þú rekur óvini mína á flótta undan mér*og ég geri út af við þá* sem hata mig.+ 41  Þeir hrópa á hjálp en enginn kemur þeim til bjargar,þeir hrópa jafnvel til Jehóva en hann svarar þeim ekki heldur. 42  Ég myl þá svo að þeir verði sem duft í vindi,kasta þeim út eins og sora á stræti. 43  Þú bjargar mér þegar þjóðin finnur að öllu sem ég geri,+þú skipar mig höfðingja yfir þjóðum.+ Þjóð sem ég þekki ekki mun þjóna mér.+ 44  Fólkið hlýðir mér um leið og það heyrir um mig,útlendingar koma skríðandi til mín.+ 45  Útlendingar missa kjarkinn,koma skjálfandi úr fylgsnum sínum. 46  Jehóva lifir! Lofaður sé klettur minn!+ Guð minn sem frelsar mig sé upphafinn.+ 47  Hinn sanni Guð kemur fram hefndum fyrir mig,+beygir þjóðirnar undir mig. 48  Hann bjargar mér frá ævareiðum óvinum mínum. Þú lyftir mér hátt yfir þá sem ráðast gegn mér,+frelsar mig frá ofbeldismönnum. 49  Þess vegna vegsama ég þig, Jehóva, meðal þjóðanna+og lofa nafn þitt í söng.*+ 50  Hann vinnur stórvirki til að bjarga konungi sínum,*+hann sýnir sínum smurða tryggan kærleika,+Davíð og afkomendum hans að eilífu.+

Neðanmáls

Eða „máttugur frelsari minn“.
Eða „öruggt fjallavígi“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „vindsins“.
Orðrétt „þeim“.
Eða „út á víðlendi“.
Orðrétt „hreinleika handa minna“.
Eða „hrjáða“.
Orðrétt „hrokafull augu“.
Hebreska orðið vísar til þess að hreinsa málm í eldi.
Eða „ökklar mínir skriki ekki“.
Eða „lætur mig sjá bakið á óvinum mínum“.
Orðrétt „þagga niður í þeim“.
Eða „með tónlist“.
Eða „Hann veitir konungi sínum mikla sigra“.