Sálmur 148:1–14

  • Öll sköpunin lofi Jehóva

    • „Lofið hann, allir englar hans“ (2)

    • ‚Lofið hann, sól, tungl og stjörnur‘ (3)

    • Ungir sem gamlir lofi Guð (12, 13)

148  Lofið Jah!* Lofið Jehóva af himnum,lofið hann í hæðum.   Lofið hann, allir englar hans. Lofið hann, allt herlið hans.   Lofið hann, sól og tungl. Lofið hann, allar skínandi stjörnur.   Lofið hann, himnanna himnarog vötnin yfir himnunum.   Þau lofi nafn Jehóvaþví að þau voru sköpuð að skipun hans.   Hann lætur þau standa um alla eilífð,setti þeim lög sem falla ekki úr gildi.   Lofið Jehóva frá jörðinni,þið stóru sjávardýr og hafdjúpin öll,   eldingar og hagl, snjór og skýjaþykkni,þú stormur sem framfylgir skipun hans,   þið fjöll og allar hæðir,aldintré og sedrustré, 10  þið villtu dýr og húsdýrin öll,skriðdýr og fleygir fuglar, 11  þið konungar jarðar og allar þjóðir,höfðingjar og allir dómarar jarðar, 12  þið ungu menn og yngismeyjar,öldungar og ungmenni.* 13  Þau lofi nafn Jehóvaþví að nafn hans er öllu æðra,hátign hans er ofar himni og jörð. 14  Hann gerir þjóð sína öfluga,*trúum þjónum sínum til lofs,sonum Ísraels sem eru honum nánir. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „aldraðir og ungir saman“.
Orðrétt „upphefur horn þjóðar sinnar“.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.