Sálmur 147:1–20
147 Lofið Jah!*
Gott er að lofsyngja Guð okkar,*það er ánægjulegt og viðeigandi að lofa hann.
2 Jehóva byggir Jerúsalem,hann safnar saman hinum tvístruðu frá Ísrael.
3 Hann læknar hina sorgmædduog bindur um sár þeirra.
4 Hann þekkir tölu stjarnanna,hann nefnir þær allar með nafni.
5 Drottinn okkar er mikill og máttugur,viska* hans er takmarkalaus.
6 Jehóva reisir hina auðmjúku á fæturen kastar hinum illu til jarðar.
7 Syngið Jehóva þakkarsöng,lofsyngið Guð okkar við hörpuleik,
8 hann sem þekur himininn skýjum,sér jörðinni fyrir regniog lætur gras spretta á fjöllunum.
9 Hann gefur dýrunum fæðu,hrafnsungunum sem krunka eftir henni.
10 Hann hefur ekki mætur á krafti hestsinsné hrífst hann af sterkum fótleggjum mannsins.
11 Jehóva hefur ánægju af þeim sem óttast hann,þeim sem setja von sína á tryggan kærleika hans.
12 Upphefðu Jehóva, Jerúsalem,
lofaðu Guð þinn, Síon.
13 Hann gerir slagbranda borgarhliðanna sterka,hann blessar syni þína.
14 Hann veitir landi þínu frið,seður þig á fínasta hveiti.*
15 Hann sendir fyrirmæli sín til jarðar,orð hans kemst fljótt til skila.
16 Hann lætur snjóinn falla eins og ull,hann stráir hríminu eins og ösku.
17 Hann varpar niður haglinu* eins og brauðmolum.
Hver getur staðist kulda hans?
18 Hann sendir út orð sitt og ísinn þiðnar,
hann lætur vindinn blása og vatnið streymir.
19 Hann boðar Jakobi orð sitt,Ísrael ákvæði sín og dóma.
20 Það hefur hann ekki gert fyrir neina aðra þjóð,þær vita ekkert um dóma hans.
Lofið Jah!*
Neðanmáls
^ Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
^ Eða „lofa Guð okkar með tónlist“.
^ Eða „skilningur“.
^ Orðrétt „fitu hveitisins“.
^ Eða „ís“.
^ Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.