Sálmur 143:1–12

  • Eins og skrælnað land sem þyrstir eftir Guði

    • ‚Ég ígrunda verk þín‘ (5)

    • „Kenndu mér að gera vilja þinn“ (10)

    • ‚Andi þinn leiði mig‘ (10)

Söngljóð eftir Davíð. 143  Jehóva, heyrðu bæn mína,hlustaðu þegar ég hrópa á hjálp. Svaraðu mér því að þú ert trúfastur og réttlátur.   Dragðu ekki þjón þinn fyrir dómþví að enginn lifandi maður getur verið réttlátur frammi fyrir þér.   Óvinurinn eltir mig,hann treður mig undir fótum sér. Hann lætur mig búa í myrkri eins og þá sem eru löngu dánir.   Kraftur* minn þverr,hjartað er dofið í brjósti mér.   Ég minnist liðinna daga,ég hugleiði allt sem þú hefur gert,ígrunda* verk handa þinna.   Ég teygi út hendurnar til þín,ég er eins og skrælnað land sem þyrstir eftir þér. (Sela)   Svaraðu mér fljótt, Jehóva,kraftar mínir eru* á þrotum. Hyldu ekki andlit þitt fyrir mér,annars verð ég eins og þeir sem fara ofan í gröfina.   Láttu mig finna fyrir tryggum kærleika þínum að morgniþví að ég treysti á þig. Vísaðu mér veginn sem ég á að gangaþví að ég sný mér til þín.   Bjargaðu mér frá óvinum mínum, Jehóva,ég leita verndar hjá þér. 10  Kenndu mér að gera vilja þinnþví að þú ert Guð minn. Andi þinn er góður,hann leiði mig um slétta grund.* 11  Láttu mig halda lífi, Jehóva, vegna nafns þíns. Bjargaðu mér úr neyð minni því að þú ert réttlátur. 12  Sýndu mér tryggan kærleika og útrýmdu* óvinum mínum. Eyddu öllum sem herja á migþví að ég er þjónn þinn.

Neðanmáls

Orðrétt „Andi“.
Eða „rannsaka“.
Orðrétt „andi minn er“.
Eða „um land ráðvendninnar“.
Orðrétt „þaggaðu niður í“.