Sálmur 140:1–13

  • Jehóva er máttugur frelsari

    • Illir menn eru eins og nöðrur (3)

    • Ofbeldismenn munu falla (11)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 140  Bjargaðu mér, Jehóva, frá illum mönnum,verndaðu mig fyrir ofbeldismönnum,   þeim sem upphugsa illt í hjarta sérog valda sífellt átökum.   Þeir brýna tungu sína eins og naðra,höggormseitur er innan vara þeirra. (Sela)   Verndaðu mig, Jehóva, fyrir höndum hinna illu,verðu mig fyrir ofbeldismönnum,þeim sem ætla að bregða fæti fyrir mig.   Hrokafullir menn leggja gildru fyrir mig,þeir strengja net meðfram veginum,þeir leggja snörur fyrir mig. (Sela)   Ég segi við Jehóva: „Þú ert Guð minn. Hlustaðu, Jehóva, þegar ég hrópa á hjálp.“   Jehóva, alvaldur Drottinn, máttugur frelsari minn,þú skýlir höfði mínu á orrustudeginum.   Jehóva, uppfylltu ekki óskir hinna illu,láttu ekki ráðabrugg þeirra heppnast svo að þeir verði sjálfumglaðir. (Sela)   Megi það illa sem menn í kringum mig segjakoma sjálfum þeim í koll. 10  Glóandi kolum rigni yfir þá. Verði þeim varpað í eldinn,í djúpar gryfjur* svo að þeir standi aldrei upp framar. 11  Rógberinn finni hvergi samastað á jörðinni,*hið illa elti uppi ofbeldismenn og felli þá. 12  Ég veit að Jehóva mun verja hina bágstödduog láta fátæka ná rétti sínum. 13  Já, hinir réttlátu skulu lofa nafn þitt,hinir heiðvirðu búa hjá þér.*

Neðanmáls

Eða „í vatnsgryfjur“.
Eða „í landinu“.
Eða „frammi fyrir augliti þínu“.