Sálmur 137:1–9

  • Við fljót Babýlonar

    • Engin Síonarljóð sungin (3, 4)

    • Babýlon verður lögð í eyði (8)

137  Við fljót Babýlonar sátum viðog grétum þegar við minntumst Síonar.   Á aspirnar í Babýlonhengdum við hörpur okkar.   Þeir sem héldu okkur föngnum báðu okkur að syngja,þeir sem hæddu okkur vildu skemmta sér: „Syngið fyrir okkur Síonarljóð.“   Hvernig getum við sungið ljóð Jehóvaá erlendri grund?   Ef ég gleymdi þér, Jerúsalem,þá gleymi hægri hönd mín því sem hún hefur lært.*   Tunga mín loði við góminnef ég man ekki eftir þér,ef ég læt ekki Jerúsalemveita mér meiri gleði en allt annað.   Mundu, Jehóva,hvað Edómítar sögðu daginn sem Jerúsalem féll: „Rífið niður! Rífið hana niður allt til grunna!“   Dóttir Babýlonar, þér verður bráðum tortímt. Sá sem fer með þig eins og þú fórst með okkurgetur verið ánægður.   Sá sem grípur börn þín og slær þeim utan í steingetur verið ánægður.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „visni hægri hönd mín“.