Sálmur 136:1–26

  • Tryggur kærleikur Jehóva varir að eilífu

    • Himinn og jörð sköpuð af miklu hugviti (5, 6)

    • Faraó dó í Rauðahafi (15)

    • Guð man eftir hinum niðurdregnu (23)

    • Fæða handa öllu sem lifir (25)

136  Þakkið Jehóva því að hann er góður. Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Þakkið Guði guðannaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Þakkið Drottni drottnannaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Hann einn vinnur mikil undraverkþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Hann skapaði himininn af miklu hugviti*því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Hann breiddi út jörðina yfir vötninþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Hann skapaði ljósin mikluþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,   sólina til að ráða yfir deginumþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu,   tunglið og stjörnurnar til að ráða yfir nóttinniþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 10  Hann banaði frumburðum Egyptaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 11  Hann leiddi Ísrael burt frá þeim,því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu, 12  með sterkri hendi og útréttum handleggþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 13  Hann klauf Rauðahafið í tvenntþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 14  Hann lét Ísraelsmenn ganga í gegnum þaðþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 15  Hann kastaði faraó og her hans í Rauðahafiðþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 16  Hann leiddi fólk sitt um óbyggðirnarþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 17  Hann felldi mikla konungaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 18  Hann drap volduga konungaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu, 19  Síhon konung Amorítaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu 20  og Óg, konung í Basan,því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 21  Hann gaf land þeirra sem arfþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu, 22  erfðaland handa þjóni sínum, Ísrael,því að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 23  Hann mundi eftir okkur þegar við vorum langt niðriþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 24  Hann bjargaði okkur margsinnis frá andstæðingum okkarþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 25  Hann gefur fæðu öllu sem lifirþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu. 26  Þakkið Guði himnannaþví að tryggur kærleikur hans varir að eilífu.

Neðanmáls

Eða „af visku“.