Sálmur 130:1–8

  • „Úr djúpinu kalla ég til þín“

    • ‚Ef þú gæfir gætur að syndum‘ (3)

    • Hjá Jehóva er sönn fyrirgefning (4)

    • „Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu“ (6)

Uppgönguljóð. 130  Úr djúpinu kalla ég til þín, Jehóva.   Jehóva, hlustaðu á mig,heyrðu innilega bæn mína um hjálp.   Ef þú, Jah,* gæfir gætur að syndum,*Jehóva, hver gæti þá staðist?   En hjá þér er sönn fyrirgefning,þess vegna bera menn lotningu fyrir þér.*   Ég vona á Jehóva, allt sem í mér er vonar á hann,ég bíð eftir orði hans.   Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu,meiri en varðmenn sem bíða eftir morgni,já, meiri en varðmenn sem bíða eftir morgni.   Ísrael bíði eftir Jehóvaþví að kærleikur Jehóva er tryggurog máttur hans til að endurleysa mikill.   Hann leysir Ísraelsmenn frá öllum syndum þeirra.

Neðanmáls

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „teldir syndir“.
Orðrétt „óttast menn þig“.