Sálmur 128:1–6

  • Lotning fyrir Jehóva stuðlar að hamingju

    • Eiginkona eins og frjósamur vínviður (3)

    • „Megir þú sjá Jerúsalem dafna“ (5)

Uppgönguljóð. 128  Sá er hamingjusamur sem ber lotningu fyrir* Jehóva,sá sem gengur á vegum hans.   Þú munt borða ávöxtinn af erfiði handa þinna. Þú verður hamingjusamur og þér vegnar vel.   Kona þín verður eins og frjósamur vínviður í húsi þínu,synir þínir eins og angar ólívutrésins kringum borð þitt.   Slíka blessun hlýtur sá maður sem ber lotningu fyrir* Jehóva.   Jehóva blessar þig frá Síon. Megir þú sjá Jerúsalem dafna alla ævidaga þína   og sjá barnabörn þín. Friður sé yfir Ísrael.

Neðanmáls

Orðrétt „óttast“.
Orðrétt „óttast“.