Sálmur 122:1–9

  • Bæn um frið í Jerúsalem

    • Gleðilegt að ganga í hús Jehóva (1)

    • Þéttbyggð og sameinuð borg (3)

Uppgönguljóð. Eftir Davíð. 122  Ég varð glaður þegar menn sögðu við mig: „Förum í hús Jehóva.“   Og nú stöndum við hérí hliðum þínum, Jerúsalem.   Jerúsalem er borgsem er þéttbyggð og sameinuð.   Ættkvíslirnar eru farnar þangað,ættkvíslir Jah,*eins og Ísrael er minntur á,til að lofa nafn Jehóva með þökkum.   Þar standa hásæti dómaranna,hásæti ættar Davíðs.   Biðjið að Jerúsalem njóti friðar. Þeir sem elska þig, Jerúsalem, búa við öryggi.   Friður ríki innan múra* þinna,öryggi í virkisturnum þínum.   Vegna bræðra minna og félaga segi ég: „Friður ríki í þér.“   Vegna húss Jehóva Guðs okkarbið ég þér farsældar.

Neðanmáls

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „virkisgarða“.