Sálmur 121:1–8

  • Jehóva verndar fólk sitt

    • „Hjálp mín kemur frá Jehóva“ (2)

    • Jehóva sefur aldrei (3, 4)

Uppgönguljóð. 121  Ég horfi til fjallanna. Hvaðan fæ ég hjálp?   Hjálp mín kemur frá Jehóva,skapara himins og jarðar.   Hann lætur þig aldrei missa fótanna. Hann sem verndar þig dottar aldrei.   Nei, hann dottar ekki né sofnar,hann sem verndar Ísrael.   Jehóva verndar þig. Jehóva er skugginn þér til hægri handar.   Sólin vinnur þér ekki mein að deginé tunglið að nóttu.   Jehóva verndar þig gegn öllu illu. Hann verndar líf þitt.   Jehóva verndar þig í öllu sem þú gerir*héðan í frá og að eilífu.

Neðanmáls

Orðrétt „þegar þú gengur út og kemur inn“.