Sálmur 12:1–8

  • Jehóva lætur til sín taka

    • Orð Guðs eru hrein (6)

Til tónlistarstjórans. Í símjónít.* Söngljóð eftir Davíð. 12  Bjargaðu mér, Jehóva, því að hina trygglyndu er hvergi að finna,hinir trúu eru horfnir úr hópi mannanna.   Þeir ljúga hver að öðrum,þeir smjaðra með vörunum og hjörtu þeirra eru full af hræsni.*   Jehóva mun eyða öllum vörum sem smjaðra,hverri tungu sem slær um sig með stóryrðum,   þeim sem segja: „Með tungunni sigrum við,með vörunum segjum við það sem okkur sýnist. Hver getur ráðið yfir okkur?“   „Hinir hrjáðu eru kúgaðir,hinir fátæku andvarpa. Þess vegna rís ég upp og læt til mín taka,“ segir Jehóva. „Ég bjarga þeim frá öllum sem smána* þá.“   Orð Jehóva eru hrein,eins og skírt silfur úr leirofni,* hreinsað sjö sinnum.   Þú gætir þeirra, Jehóva,skýlir þeim að eilífu fyrir þessari kynslóð.   Hinir illu leika lausum halaþví að mennirnir upphefja hið illa.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „og tala með tvískiptu hjarta“.
Eða „blása á“.
Eða hugsanl. „bræðsluofni sem stendur á jörðinni“.