Sálmur 114:1–8

  • Ísrael frelsaður frá Egyptalandi

    • Hafið flúði (5)

    • Fjöllin stukku eins og hrútar (6)

    • Tinnukletti breytt í vatnslind (8)

114  Þegar Ísrael fór frá Egyptalandi,ætt Jakobs frá þjóð sem talaði erlent mál,   varð Júda helgidómur hans,Ísrael ríki hans.   Hafið sá það og flúði,Jórdan hörfaði undan.   Fjöllin stukku um eins og hrútar,hæðirnar eins og lömb.   Hvað varð til þess, haf, að þú flúðir? Jórdan, af hverju hörfaðir þú?   Hvers vegna stukkuð þið fjöll eins og hrútar,þið hæðir eins og lömb?   Nötraðu, jörð, vegna Drottins,vegna Guðs Jakobs   sem breytir kletti í sefgróna tjörn,tinnukletti í vatnslindir.

Neðanmáls