Sálmur 113:1–9

  • Guð í hæðum reisir upp lítilmagnann

    • Nafn Jehóva sé lofað að eilífu (2)

    • Guð beygir sig niður (6)

113  Lofið Jah!* Þið sem þjónið Jehóva, lofið hann,lofið nafn Jehóva.   Nafn Jehóva sé lofaðhéðan í frá og að eilífu.   Frá sólarupprás til sólarlags*sé nafn Jehóva lofað.   Jehóva er hafinn yfir allar þjóðir,dýrð hans er himnunum hærri.   Hver er sem Jehóva Guð okkar,hann sem býr* í hæðum?   Hann beygir sig niður til að líta á himin og jörð.   Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,lyftir hinum fátæka úr öskunni*   og lætur hann setjast hjá hefðarfólki,hjá hefðarfólki þjóðar sinnar.   Ófrjóu konunni fær hann heimili,hún eignast börn og verður hamingjusöm móðir. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „austri til vesturs“.
Eða „situr í hásæti“.
Eða hugsanl. „af ruslahaugnum“.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.