Sálmur 111:1–10

  • Lofið Jehóva fyrir hans miklu verk

    • Nafn Guðs heilagt og mikilfenglegt (9)

    • Að virða Jehóva er viska (10)

111  Lofið Jah!* א [alef] Ég vil lofa Jehóva af öllu hjartaב [bet] í hópi réttlátra og í söfnuðinum. ג [gimel]   Verk Jehóva eru mikil,ד [dalet] allir sem hafa yndi af þeim skoða þau vandlega. ה [he]   Það sem hann gerir er unaðslegt og stórbrotiðו [vá] og réttlæti hans varir að eilífu. ז [zajin]   Undraverk hans eru ógleymanleg. ח [het] Jehóva sýnir samúð og er miskunnsamur. ט [tet]   Hann gefur þeim fæðu sem óttast hann. י [jód] Hann minnist sáttmála síns að eilífu. כ [kaf]   Hann sýndi fólki sínu máttarverk sínל [lamed] með því að gefa því erfðaland þjóðanna. מ [mem]   Allt sem hann gerir* vitnar um sannleika og réttlæti,נ [nún] fyrirmæli hans eru traust. ס [samek]   Þau eru alltaf áreiðanleg,* bæði nú og að eilífu,ע [ajin] þau eru byggð á sannleika og réttlæti. פ [pe]   Hann hefur endurleyst fólk sitt. צ [tsade] Hann skipaði að sáttmáli sinn skyldi gilda að eilífu. ק [qóf] Nafn hans er heilagt og mikilfenglegt. ר [res] 10  Djúp virðing fyrir* Jehóva er upphaf viskunnar,ש [sin] allir sem fylgja fyrirmælum hans eru skynsamir. ת [tá] Hann hlýtur lof að eilífu.

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „Handaverk hans“.
Eða „byggð á traustum grunni“.
Orðrétt „Að óttast“.