Sálmur 108:1–13

  • Bæn um sigur yfir óvinum

    • Liðsinni manna er einskis virði (12)

    • „Guð veitir okkur kraft“ (13)

Söngljóð eftir Davíð. 108  Ég er staðfastur í hjarta, Guð minn. Ég vil syngja og spila af allri sál.*   Vaknaðu, lýra, og þú líka, harpa. Ég ætla að vekja morgunroðann.   Ég lofa þig, Jehóva, meðal þjóðflokkaog syng þér lof* meðal þjóðanna   því að tryggur kærleikur þinn er mikill og nær allt til himinsog trúfesti þín upp til skýjanna.   Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,dýrð þín blasi við um alla jörð.   Frelsaðu okkur með hægri hendi þinni og svaraðu mérsvo að þeir sem þú elskar bjargist.   Guð hefur talað í heilagleika sínum:* „Ég fagna, ég gef Síkem sem erfðalandog skipti Súkkótdal.*   Gíleað tilheyrir mér og Manasse einnig,Efraím er hjálmurinn á höfði mér,*Júda er veldissproti minn.   Móab er þvottaskál mín. Ég kasta sandala mínum yfir Edóm,hrópa siguróp yfir Filisteu.“ 10  Hver leiðir mig til hinnar víggirtu borgar? Hver fer með mig alla leið til Edóms? 11  Ert það ekki þú, Guð, þú sem hefur hafnað okkur,þú sem ferð ekki lengur út með hersveitum okkar? 12  Hjálpaðu okkur í neyð okkarþví að liðsinni manna er einskis virði. 13  Guð veitir okkur kraftog fótumtreður fjandmenn okkar.

Neðanmáls

Orðrétt „Ég, já, dýrð mín, vil syngja og spila“.
Eða „leik tónlist fyrir þig“.
Eða hugsanl. „helgidómi sínum“.
Eða „Súkkótsléttu“.
Orðrétt „vígi höfuðs míns“.