Sálmur 107:1–43

 • Þakkið Guði fyrir undraverk hans

  • Hann leiddi þá á réttan veg (7)

  • Hann svalaði þorsta hinna þyrstu og mettaði hungraða (9)

  • Hann leiddi þá út úr myrkri (14)

  • Hann gaf skipun og læknaði þá (20)

  • Hann verndar fátæka fyrir kúgun (41)

107  Þakkið Jehóva því að hann er góður,tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Þetta segi þeir sem Jehóva endurheimti,*þeir sem hann endurheimti úr hendi* andstæðingsins   og safnaði saman frá löndunum,frá austri og vestri,*frá norðri og suðri.   Þeir reikuðu um óbyggðirnar, um eyðimörkina. Þeir fundu ekki leið til borgar þar sem þeir gátu búið.   Þeir voru svangir og þyrstir,þeir voru máttfarnir og úrvinda.   Þeir hrópuðu til Jehóva í neyð sinni,hann bjargaði þeim úr raunum þeirra.   Hann leiddi þá á réttan vegsvo að þeir komust til borgar þar sem þeir gátu búið.   Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hansog undraverk hans í þágu mannanna   því að hann svalaði þorsta hinna þyrstuog mettaði hina hungruðu með góðri fæðu. 10  Sumir bjuggu í dýpsta myrkri,fangar í eymd og járnum. 11  Þeir höfðu risið gegn orði Guðs,þeir lítilsvirtu leiðsögn Hins hæsta. 12  Hann auðmýkti þá hjörtu þeirra með mótlæti,þeir hrösuðu og enginn var til að hjálpa þeim. 13  Þeir kölluðu á hjálp Jehóva í neyð sinni,hann bjargaði þeim úr raunum þeirra. 14  Hann leiddi þá út úr djúpu myrkrinuog sleit af þeim fjötrana. 15  Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hansog undraverk hans í þágu mannanna. 16  Hann hefur mölvað koparhliðinog brotið slagbrandana úr járni. 17  Þeir voru heimskir og þjáðustvegna synda sinna og afbrota. 18  Þeir misstu alla matarlyst,þeir nálguðust dauðans dyr. 19  Þeir kölluðu á hjálp Jehóva í neyð sinni,hann bjargaði þeim úr raunum þeirra. 20  Hann gaf skipun og læknaði þáog bjargaði þeim úr gröfinni sem þeir höfðu fallið í. 21  Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hansog undraverk hans í þágu mannanna. 22  Þeir skulu færa þakkarfórnirog segja frá verkum hans með gleðiópi. 23  Þeir sem sigla á skipum um hafiðog stunda verslun á höfunum miklu, 24  þeir hafa séð verk Jehóvaog undraverk hans í djúpinu, 25  hvernig stormur skellur á við skipun hanssvo að öldur hafsins rísa. 26  Þeir rísa himinháttog steypast niður í djúpið. Þeir missa kjarkinn* því að ógæfan vofir yfir. 27  Þeir riða og slaga eins og drukkinn maður,öll kunnátta þeirra er til einskis. 28  Þá hrópa þeir til Jehóva í örvæntinguog hann bjargar þeim úr háskanum. 29  Hann stillir storminnog öldur hafsins lægir. 30  Sjómennirnir fagna þegar þær kyrrastog hann leiðir þá til þeirrar hafnar sem þeir þrá. 31  Fólk þakki Jehóva fyrir tryggan kærleika hansog undraverk hans í þágu mannanna. 32  Fólkið upphefji hann í söfnuðinumog lofi hann í ráði* öldunganna. 33  Hann breytir fljótum í eyðimörk,vatnslindum í skrælnaða jörð 34  og frjósömu landi í saltsléttuvegna illsku fólksins sem býr þar. 35  Hann breytir eyðimörkinni í sefgrónar tjarnirog lætur uppsprettur myndast í þurru landi. 36  Hann lætur hina hungruðu setjast þar aðsvo að þeir geti reist borg til að búa í. 37  Þeir sá í akra og planta víngarðasem gefa ríkulega uppskeru. 38  Hann blessar þá og þeim fjölgar mjög,hann lætur ekki nautgripum þeirra fækka. 39  En fólkinu fækkar á ný,það verður niðurlægt vegna kúgunar, ógæfu og sorgar. 40  Hann eys fyrirlitningu yfir tignarmennog lætur þá reika um veglaus öræfi. 41  En hann verndar hina fátæku fyrir* kúgunog gerir fjölskyldur þeirra eins fjölmennar og sauðahjörð. 42  Réttlátir sjá það og fagnaen allir ranglátir þagna. 43  Sá sem er vitur veitir því athygliog hugleiðir vandlega tryggan kærleika Jehóva.

Neðanmáls

Eða „endurleysti“.
Eða „undan valdi“.
Eða „frá sólarupprás og sólsetri“.
Eða „Sál þeirra leysist upp“.
Orðrétt „sæti“.
Eða „hefur hina fátæku hátt yfir“, það er, utan seilingar.