Sálmur 106:1–48

 • Vanþakklæti Ísraelsmanna

  • Þeir gleymdu fljótt því sem Guð gerði (13)

  • Líkneski af nauti tekið fram yfir dýrð Guðs (19, 20)

  • Þeir trúðu ekki loforði Guðs (24)

  • Þeir tilbáðu Baal (28)

  • Þeir færðu illum öndum börn að fórn (37)

106  Lofið Jah!* Þakkið Jehóva því að hann er góður,tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Hver getur sagt frá öllum máttarverkum Jehóvaeða boðað lofsverð afrek hans?   Hinir réttlátu eru hamingjusamir,þeir sem gera alltaf það sem er rétt.   Mundu eftir mér, Jehóva, þegar þú sýnir fólki þínu góðvild. Láttu þér annt um mig og bjargaðu mér   svo að ég fái að njóta gæskunnar sem þú sýnir þínum útvöldu,megi fagna með þjóð þinniog lofa þig stoltur* með þeim sem tilheyra þér.   Við höfum syndgað eins og forfeður okkar,við höfum gert það sem er rangt, við höfum unnið illskuverk.   Forfeður okkar í Egyptalandi kunnu ekki að meta undraverk þín.* Þeir mundu ekki eftir miklum og tryggum kærleika þínumheldur gerðu uppreisn við hafið, við Rauðahaf.   En hann bjargaði þeim vegna nafns sínstil að gera mátt sinn kunnan.   Hann hastaði á Rauðahafið og það þornaði upp,hann leiddi þá um djúp þess eins og um eyðimörk.* 10  Hann bjargaði þeim úr höndum fjandmanna þeirra,endurheimti þá úr hendi óvinarins. 11  Vötnin huldu andstæðingana,enginn þeirra lifði af.* 12  Þá trúðu þeir loforði hansog fóru að syngja honum lofsöng. 13  En þeir gleymdu fljótt því sem hann gerði,þeir biðu ekki eftir leiðsögn hans. 14  Þeir létu undan eigingjörnum löngunum í óbyggðunum,þeir reyndu Guð í eyðimörkinni. 15  Hann gaf þeim það sem þeir báðu umen sló þá síðan með sjúkdómi svo að þeir vesluðust upp. 16  Þeir fóru að öfunda Móse í búðunumog Aron, heilagan þjón Jehóva. 17  Þá opnaðist jörðin og gleypti Datanog huldi þá sem fylgdu Abíram. 18  Eldur blossaði upp meðal þeirra,logi gleypti hina illu. 19  Þeir gerðu kálf við Hórebog féllu fram fyrir styttu úr málmi.* 20  Þeir tóku líkneski af nauti sem bítur grasfram yfir dýrð mína. 21  Þeir gleymdu Guði frelsara sínumsem vann stórvirki í Egyptalandi, 22  undraverk í landi Kams,mikilfengleg afrek við Rauðahaf. 23  Hann ætlaði að skipa að þeim yrði útrýmten Móse, hans útvaldi, bað þeim vægðar*til að afstýra reiði hans og tortímingu. 24  Síðar meir fyrirlitu þeir landið yndislega,þeir trúðu ekki loforði hans. 25  Þeir héldu áfram að nöldra í tjöldum sínumog hlustuðu ekki á rödd Jehóva. 26  Þá lyfti hann hendi til að sverja þess eiðað láta þá falla í óbyggðunum. 27  Afkomendur þeirra áttu að falla meðal þjóðannaog þeir áttu að tvístrast um löndin. 28  Þeir fóru að tilbiðja* Baal Peórog átu fórnir sem færðar voru hinum dauðu.* 29  Þeir ögruðu Guði með athæfi sínuog plága braust út meðal þeirra. 30  En plágunni linntiþegar Pínehas skarst í leikinn. 31  Þess vegna var hann talinn réttláturum allar kynslóðir þaðan í frá. 32  Þeir ögruðu Guði við Meríbavötn*og illa fór fyrir Móse af þeirra völdum. 33  Þeir ollu honum gremjuog hann talaði í fljótfærni. 34  Þeir útrýmdu ekki þjóðunumeins og Jehóva hafði sagt þeim 35  heldur blönduðu geði við þærog tóku upp* líferni þeirra. 36  Þeir tilbáðu skurðgoð þeirraog þau urðu þeim að snöru. 37  Þeir færðu illum öndumsyni sína og dætur að fórn. 38  Þeir úthelltu saklausu blóði,blóði sinna eigin sona og dætrasem þeir fórnuðu skurðgoðum Kanaans,og landið vanhelgaðist af blóðinu. 39  Þeir urðu óhreinir af verkum sínum,þeir stunduðu andlegt vændi með athæfi sínu. 40  Þá blossaði reiði Jehóva upp gegn fólki hansog hann fékk óbeit á eign sinni. 41  Hann gaf þá ítrekað þjóðunum á valdsvo að hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim. 42  Óvinir þeirra kúguðu þáog þeir urðu að lúta valdi* þeirra. 43  Hann bjargaði þeim mörgum sinnumen þeir gerðu uppreisn og óhlýðnuðustog voru niðurlægðir fyrir brot sín. 44  En hann sá neyð þeirraog heyrði þá hrópa á hjálp. 45  Þeirra vegna minntist hann sáttmála sínsog í tryggum kærleika sínum fann hann til með þeim. 46  Hann lét þá sem héldu þeim föngnumfinna til meðaumkunar með þeim. 47  Bjargaðu okkur, Jehóva Guð okkar,og safnaðu okkur saman frá þjóðunumsvo að við getum þakkað heilögu nafni þínuog lofað þig fagnandi. 48  Lofaður sé Jehóva Guð Ísraelsum alla eilífð.* Og allt fólkið segi: „Amen.“* Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „stæra mig af þér“.
Eða „skildu ekki hvað undraverk þín þýddu“.
Eða „óbyggðir“.
Eða „var eftir“.
Eða „steyptu líkneski“.
Orðrétt „stóð í skarðinu frammi fyrir honum“.
Eða „tengdust“.
Það er, fórnir færðar annaðhvort látnu fólki eða lífvana guðum.
Meríba þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.
Eða „lærðu“.
Orðrétt „hendi“.
Eða „frá eilífð til eilífðar“.
Eða „Verði svo.“
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.