Sálmur 100:1–5

  • Þakkið skaparanum

    • „Þjónið Jehóva með gleði“ (2)

    • ‚Guð skapaði okkur‘ (3)

Þakkarsöngur. 100  Hrópið sigrandi til Jehóva, allir jarðarbúar.   Þjónið Jehóva með gleði,gangið fram fyrir hann með fagnaðarópi.   Viðurkennið að Jehóva er Guð. Hann skapaði okkur og við tilheyrum honum,*við erum fólk hans og sauðir á beitilandi hans.   Gangið inn um hlið hans og þakkið honum,inn í forgarða hans með lofsöng. Færið honum þakkir og lofið nafn hans   því að Jehóva er góður,tryggur kærleikur hans varir að eilífuog trúfesti hans kynslóð eftir kynslóð.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „en ekki við sjálf“.