Orðskviðirnir 7:1–27

  • Haltu boðorð Guðs og þú munt lifa (1–5)

  • Óskynsamur ungur maður dreginn á tálar (6–27)

    • „Eins og naut á leið til slátrunar“ (22)

7  Sonur minn, fylgdu orðum mínumog varðveittu boðorð mín.   Haltu boðorð mín og þú munt lifa,varðveittu leiðsögn mína* eins og augastein þinn.   Bittu þau um fingur þína,skrifaðu þau á töflu hjarta þíns.   Segðu við viskuna: „Þú ert systir mín,“og líttu á skynsemina sem náinn ættingja.   Þær vernda þig fyrir siðspilltri* konu,fyrir siðlausri* konu og tælandi orðum hennar.   Út um gluggann á húsi mínuhorfði ég niður gegnum grindina.   Þegar ég fylgdist með hinum óþroskuðutók ég eftir ungum og óskynsömum manni meðal ungmennanna.   Hann gekk nálægt götuhorninu þar sem hún bjóog stefndi í áttina að húsi hennar   í rökkrinu, um kvöldið,þegar nótt og myrkur færðist yfir. 10  Kona gekk á móti honum,klædd eins og vændiskona og undirförul í hjarta. 11  Hún er hávær og yfirgangssömog heldur sig* aldrei heima. 12  Eina stundina er hún úti á götu, þá næstu á torgunum. Hún situr fyrir mönnum við hvert götuhorn. 13  Hún grípur í hann og kyssir hann. Hún segir við hann blygðunarlaust: 14  „Ég þurfti að færa samneytisfórnir. Í dag hef ég efnt heit mín. 15  Þess vegna fór ég út til að hitta þig,ég leitaði að þér og nú hef ég fundið þig! 16  Ég hef breitt dýrindis ábreiður á rúm mittúr litríku líni frá Egyptalandi. 17  Ég hef stráð myrru, alóe og kanil á rúmið. 18  Komdu, drekkum okkur drukkin af ást fram á morgun,elskumst af mikilli ástríðu 19  því að maðurinn minn er ekki heima,hann er farinn í langt ferðalag. 20  Hann tók peningapyngju með sérog kemur ekki aftur fyrr en á fullu tungli.“ 21  Með sannfæringarkrafti tælir hún hann. Hún dregur hann á tálar með heillandi orðum. 22  Skyndilega fer hann á eftir henni eins og naut á leið til slátrunar,eins og heimskingi sem á að refsa í gapastokk,* 23  þar til ör gengur í gegnum lifrina. Eins og fugl sem flýgur beint í gildruna veit hann ekki að það mun kosta hann lífið. 24  Hlustið því á mig, synir mínir,takið eftir því sem ég segi. 25  Láttu hjartað ekki tælast inn á vegi hennar,villstu ekki inn á leiðir hennar 26  því að hún hefur orðið mörgum að bana,hún hefur drepið ótalmarga. 27  Hús hennar er leiðin til grafarinnar,*það liggur niður til innstu herbergja dauðans.

Neðanmáls

Eða „lög mín“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Orðrétt „útlendri“. Sjá Okv 2:16.
Orðrétt „fætur hennar halda sig“.
Eða „með fjötrum“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.