Orðskviðirnir 5:1–23

  • Varað við siðlausum konum (1–14)

  • Gleðstu með konu þinni (15–23)

5  Sonur minn, gefðu gaum að visku minni,hlustaðu vandlega á* hyggindi mín   svo að þú getir varðveitt skarpskyggniog varir þínar standi vörð um þekkingu.   Hunang drýpur af vörum siðspilltrar* konuog munnur hennar er hálli en olía.   En á endanum reynist hún beisk eins og malurtog beitt eins og tvíeggjað sverð.   Fætur hennar ganga niður til dauðans,skref hennar stefna beinustu leið í gröfina.*   Hún kærir sig ekkert um veg lífsins. Hún reikar um og veit ekki hvert leiðin liggur.   Hlustið því á mig, synir mínir,og snúið ekki baki við því sem ég segi.   Haltu þig langt frá henni,komdu ekki nálægt húsdyrum hennar   svo að þú glatir ekki sæmd þinniog þjáist það sem eftir er ævinnar, 10  svo að ókunnugir þurrausi ekki eigur þínar*og það sem þú hefur stritað fyrir hafni í húsi útlendings. 11  Annars muntu kveina þegar ævilokin nálgast,þegar hold þitt og líkami veslast upp 12  og þú segir: „Af hverju hataði ég aga? Af hverju fyrirleit ég áminningar? 13  Ég hlustaði ekki á leiðbeinendur mínaog tók ekki mark á kennurum mínum. 14  Líf mitt er í rústframmi fyrir öllum söfnuðinum.“* 15  Drekktu vatn úr þínum eigin brunniog rennandi* vatn úr þinni eigin lind. 16  Eiga lindir þínar að streyma út á götunaog lækir þínir út á torgin? 17  Þeir eiga að tilheyra þér einumog engum öðrum. 18  Brunnur þinn* sé blessaður. Gleðstu með eiginkonu æsku þinnar, 19  elskulegri hindinni, tignarlegri fjallageitinni. Brjóst hennar gleðji þig* öllum stundum,ást hennar gagntaki þig ævinlega. 20  Sonur minn, hvers vegna ættir þú að heillast af siðspilltri* konuog faðma barm siðlausrar* konu? 21  Vegir mannsins blasa við Jehóva,hann fylgist vandlega með öllum leiðum hans. 22  Hinn illi gengur í snöru eigin afbrota,flækist í reipi eigin synda. 23  Hann deyr vegna skorts á agaog villist af leið vegna afspyrnuheimsku.

Neðanmáls

Orðrétt „hneigðu eyra þitt að“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „þrótt þinn“.
Orðrétt „mitt í mannfjöldanum og söfnuðinum“.
Eða „ferskt“.
Eða „Uppspretta þín“.
Eða „geri þig ölvaðan“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Orðrétt „útlendrar“. Sjá Okv 2:16.