Orðskviðirnir 4:1–27

  • Viturleg ráð frá föður (1–27)

    • Aflaðu þér visku framar öðru (7)

    • Forðastu braut illmenna (14, 15)

    • Braut réttlátra verður bjartari (18)

    • „Verndaðu hjartað“ (23)

4  Hlustið, synir mínir, á föðurlegan aga,takið vel eftir til að þið fáið skilning.   Ég ætla að gefa ykkur góð ráð,hafnið ekki því sem ég kenni ykkur.*   Ég var föður mínum góður sonurog sá sem móðir mín elskaði mest.   Hann kenndi mér og sagði: „Hjarta þitt haldi fast við orð mín. Haltu boðorð mín og þá muntu lifa.   Aflaðu þér visku, aflaðu þér skilnings. Gleymdu ekki orðum mínum og snúðu ekki baki við þeim.   Hafnaðu ekki viskunni, þá mun hún vernda þig. Elskaðu hana, þá mun hún varðveita þig.   Aflaðu þér visku því að viskan er mikilvægust af ölluog hvað sem þú gerir skaltu afla þér skilnings.   Hafðu hana í miklum metum, þá mun hún upphefja þig. Hún heiðrar þig ef þú faðmar hana.   Hún setur fallegan blómsveig á höfuð þitt,prýðir þig glæsilegri kórónu.“ 10  Hlustaðu, sonur minn, og taktu við því sem ég segi,þá verða æviár þín mörg. 11  Ég vísa þér veg viskunnar,leiði þig á braut réttlætisins. 12  Þegar þú gengur mun ekkert hindra för þínaog ef þú hleypur hrasarðu ekki. 13  Haltu fast í agann, slepptu honum ekki. Varðveittu hann því að líf þitt er undir því komið. 14  Farðu ekki inn á braut illmennaog gakktu ekki á götu vondra manna. 15  Forðastu hana og sneiddu hjá henni,snúðu frá henni og farðu fram hjá. 16  Þeir geta ekki sofið nema þeir hafi gert illt,þeim kemur ekki dúr á auga nema þeir hafi orðið einhverjum að falli. 17  Þeir borða illskunnar brauðog drekka ofbeldisvín. 18  En braut réttlátra er eins og bjartur morgunljómisem verður æ bjartari þar til komið er hádegi. 19  Vegur vondra manna er eins og myrkrið,þeir vita ekki um hvað þeir hrasa. 20  Sonur minn, taktu eftir því sem ég segi,hlustaðu vandlega á* orð mín. 21  Misstu ekki sjónar á þeim,geymdu þau innst í hjarta þínu 22  því að þau eru líf þeim sem finna þauog heilsubót fyrir allan líkama þeirra. 23  Verndaðu hjartað meira en allt annaðþví að þar eru uppsprettur lífsins. 24  Vertu ekki svikull í taliog farðu aldrei með lygar. 25  Horfðu beint áfram,beindu sjónum þínum að því sem er fram undan. 26  Gerðu götu fóta þinna greiða,*þá verður gangan alltaf örugg. 27  Beygðu hvorki til hægri né vinstri. Snúðu fæti þínum frá því sem er illt.

Neðanmáls

Eða „lögum mínum“.
Orðrétt „hneigðu eyra þitt að“.
Eða hugsanl. „Íhugaðu vandlega hvar þú stígur“.