Orðskviðirnir 3:1–35

  • Vertu vitur og treystu Jehóva (1–12)

    • „Heiðraðu Jehóva með verðmætum þínum“ (9)

  • Viska stuðlar að hamingju (13–18)

  • Viska stuðlar að öryggi (19–26)

  • Komdu vel fram við aðra (27–35)

    • Gerðu öðrum gott þegar þú getur (27)

3  Sonur minn, gleymdu ekki því sem ég hef kennt þér*og haltu boðorð mín af öllu hjarta   því að þau munu veita þér langa ævi,mörg og friðsæl ár.   Slepptu ekki takinu á tryggum kærleika og trúfesti.* Þú skalt binda þau um háls þinn,skrifa þau á töflu hjarta þíns.   Þá verður þú mikils metinn og vitur,bæði í augum Guðs og manna.   Treystu Jehóva af öllu hjartaog reiddu þig ekki á eigin vitsmuni.   Hafðu hann alltaf með í ráðum,þá mun hann greiða götu þína.   Vertu ekki vitur í eigin augum. Óttastu* Jehóva og snúðu baki við hinu illa.   Það verður heilnæmt fyrir líkama* þinnog hressandi fyrir bein þín.   Heiðraðu Jehóva með verðmætum þínum,með frumgróðanum* af allri uppskeru þinni.* 10  Þá verða birgðageymslur þínar troðfullarog nýtt vín flæðir úr kerum* þínum. 11  Sonur minn, hafnaðu ekki ögun Jehóvaog fyrirlíttu ekki áminningar hans 12  því að Jehóva ávítar þá sem hann elskar,rétt eins og faðir agar son sem honum þykir vænt um. 13  Sá er hamingjusamur sem finnur viskuog aflar sér hygginda. 14  Að eignast hana er betra en að eignast silfurog hún er betri gróði en gull. 15  Hún er dýrmætari en kóralar,*ekkert sem þú þráir jafnast á við hana. 16  Langlífi er í hægri hendi hennar,auðæfi og heiður í þeirri vinstri. 17  Vegir hennar eru yndislegirog allar götur hennar friðsælar. 18  Hún er lífstré þeim sem grípa hanaog þeir sem halda fast í hana eru hamingjusamir. 19  Jehóva lagði grunn að jörðinni með viskuog grundvallaði himininn með skilningi. 20  Með þekkingu sinni skipti hann djúpinu. Hann lætur döggina drjúpa úr skýjum himins. 21  Sonur minn, misstu ekki sjónar á þeim.* Varðveittu visku og skarpskyggni. 22  Þær verða þér til lífsog eru fallegt skart um háls þinn. 23  Þá gengurðu veg þinn óhulturog hrasar aldrei. 24  Þegar þú leggst til hvíldar þarftu ekkert að óttastog þegar þú sofnar sefurðu vært. 25  Þú þarft hvorki að óttast skyndilega ógæfuné óveðrið sem mun dynja á hinum illu. 26  Þú getur reitt þig fullkomlega á Jehóva,hann forðar fæti þínum frá gildrunni. 27  Neitaðu þeim ekki um hjálp sem þarfnast hennaref það er á þínu færi að gera þeim gott. 28  Segðu ekki við náunga þinn: „Farðu og komdu aftur seinna. Ég skal gefa þér eitthvað á morgun,“ef þú getur gefið það nú þegar. 29  Leggðu ekki á ráðin gegn náunga þínummeðan hann býr öruggur hjá þér. 30  Rífstu ekki við neinn að ástæðulausuef hann hefur ekki gert þér neitt illt. 31  Öfundaðu ekki ofbeldismanninnog fetaðu ekki í fótspor hans 32  því að Jehóva hefur andstyggð á hinum svikulaen er náinn vinur hinna réttlátu. 33  Bölvun Jehóva hvílir yfir húsi hins vondaen heimili réttlátra blessar hann. 34  Hann hæðist að háðgjörnum mönnumen gerir vel við hina auðmjúku. 35  Hinir vitru hljóta heiðuren heimskingjarnir upphefja smán.

Neðanmáls

Eða „lögum mínum“.
Eða „sannleika“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „nafla“.
Eða „því albesta“.
Eða „öllum gróða þínum“.
Eða „vínpressum“.
Sjá orðaskýringar.
Hér virðist átt við eiginleika Guðs sem eru nefndir í versunum á undan.