Orðskviðirnir 21:1–31
21 Hjarta konungs er eins og vatnslækir í hendi Jehóva,+hann beinir því hvert sem hann vill.+
2 Maðurinn telur alla vegi sína rétta+en Jehóva kannar hjörtun.*+
3 Að gera það sem er rétt og réttláttgleður Jehóva meira en sláturfórn.+
4 Hrokafull augu og stærilátt hjarta– lampinn sem lýsir hinum vondu er synd.+
5 Áform hins iðna leiða til góðs*+en fljótfærni steypir í fátækt.+
6 Auður fenginn með lygier sem hverfult mistur og banvæn snara.*+
7 Ofbeldi hinna illu sópar þeim burt+því að þeir vilja ekki gera það sem er rétt.
8 Vegur hins seka er hlykkjótturen verk hins hreina réttlát.+
9 Betra er að dvelja í horni á húsþakien búa með þrætugjarnri* konu.+
10 Vondur maður girnist hið illa,+hann hefur enga meðaumkun með náunga sínum.+
11 Þegar háðgjörnum manni er refsað verður hinn óreyndi vitrariog þegar vitur maður fræðist hlýtur hann þekkingu.*+
12 Hinn réttláti Guð fylgist með húsi hins vondaog steypir vondum í ógæfu.+
13 Sá sem lokar eyrunum fyrir hrópum hins bágstaddamun sjálfur kalla og ekki fá svar.+
14 Gjöf í leyni sefar reiði+og mútur með leynd* stilla ákafa heift.
15 Réttlátur maður gleðst yfir því að gera rétt+en illvirkja hryllir við því.
16 Sá sem yfirgefur veg viskunnarmun hvíla hjá hinum dánu og lífvana.+
17 Sá sem er sólginn í að skemmta sér* verður fátækur,+sá sem er sólginn í vín og olíu verður ekki ríkur.
18 Hinn vondi er lausnargjald fyrir hinn réttlátaog svikarinn verður hrifinn burt í stað hins ráðvanda.+
19 Betra er að búa í eyðimörken með þrætugjarnri* og uppstökkri konu.+
20 Í húsi hins vitra er dýrmætur fjársjóður og olía+en heimskur maður sóar því sem hann á.+
21 Sá sem leggur rækt við réttlæti og tryggan kærleikahlýtur líf, réttlæti og heiður.+
22 Vitur maður getur unnið borg stríðskappaog brotið niður vígið sem þeir treysta á.+
23 Sá sem gætir munns síns og tungukemur sér ekki í vanda.+
24 Hrokafullur og sjálfumglaður gortarikallast sá sem sýnir yfirgengilegan hroka.+
25 Það sem letinginn girnist dregur hann til dauðaþví að hendur hans vilja ekki vinna.+
26 Allan daginn hugsar hann um það eitt að seðja langanir sínaren hinn réttláti gefur og sker ekki við nögl.+
27 Sláturfórn hinna illu er andstyggileg,+sérstaklega ef hún er færð af illum ásetningi.*
28 Ljúgvitni mun farast+en vitnisburður þess sem hlustar verður tekinn gildur.*
29 Hinn illi er frakkur á svip+en vegur hins réttláta er öruggur.*+
30 Engin viska, engin skynsemi og engin ráð eru til gegn Jehóva.+
31 Hesturinn er búinn til orrustudagsins+en það er Jehóva sem frelsar.+
Neðanmáls
^ Eða „ásetning hans“.
^ Eða „gefa ávinning“.
^ Eða hugsanl. „fyrir þá sem leita dauðans“.
^ Eða „nöldursamri“.
^ Eða „veit hann hvað hann á að gera“.
^ Orðrétt „í barmi“.
^ Eða „gera sér glaðan dag“.
^ Eða „nöldursamri“.
^ Eða „með svívirðilegri hegðun“.
^ Orðrétt „en maður sem hlustar mun tala að eilífu“.
^ Eða „en hinn réttláti gerir veg sinn öruggan“.