Orðskviðirnir 16:1–33

  • Jehóva kannar ásetning mannsins (2)

  • „Leggðu verk þín í hendur Jehóva“ (3)

  • Rétt vog er frá Jehóva (11)

  • „Stolt leiðir til falls“ (18)

  • „Grátt hár er falleg kóróna“ (31)

16  Hugsanir hjartans eru á valdi mannsins*en svar tungunnar* kemur frá Jehóva.   Maðurinn telur alla vegi sína rétta*en Jehóva kannar ásetning hans.   Leggðu verk þín í hendur Jehóva,*þá munu áform þín heppnast.   Jehóva lætur allt þjóna vilja sínum,jafnvel hina illu sem farast á ógæfudeginum.   Jehóva hefur andstyggð á hinum stoltu. Eitt er víst: Þeir sleppa ekki við refsingu.   Með tryggum kærleika og trúfesti er friðþægt fyrir syndirog sá sem óttast Jehóva forðast hið illa.   Ef Jehóva er ánægður með líferni mannslætur hann jafnvel óvini hans sættast við hann.   Betra er lítið með réttlætien miklar tekjur með ranglæti.   Maðurinn velur sér leið í hjarta sínuen Jehóva stýrir skrefum hans. 10  Úrskurðir konungs ættu að vera innblásnir af Guði,hann má aldrei bregðast réttlætinu. 11  Rétt vigt og vog koma frá Jehóva,öll lóðin í pokanum eru verk hans. 12  Konungar hafa andstyggð á illskuverkumþví að hásætið er grundvallað á réttlæti. 13  Konungar hafa yndi af réttlátum orðum,þeir elska þann sem talar af hreinskilni. 14  Heift konungs er eins og sendiboði dauðansen vitur maður sefar hana.* 15  Velvild konungs veitir líf,*hylli hans er eins og regnský að vori. 16  Hve miklu betra er að afla sér visku en gullsog dýrmætara að afla sér skilnings en silfurs. 17  Vegur réttlátra sneiðir hjá hinu illa. Sá sem gætir að hátterni sínu varðveitir líf sitt. 18  Stolt leiðir til falls,hroki til hruns. 19  Betra er að vera auðmjúkur með hógværumen deila ránsfeng með hrokafullum. 20  Þeim farnast vel* sem býr yfir næmum skilningiog sá sem treystir á Jehóva er hamingjusamur. 21  Sá sem er vitur í hjarta verður kallaður hygginnog sá sem talar vingjarnlega* eykur sannfæringarkraft sinn. 22  Skilningur er lífsbrunnur þeirra sem eiga hannen heimskan refsar hinum heimsku. 23  Hinn vitri talar af skynsemiog orð hans eru sannfærandi. 24  Hlýleg orð eru eins og hunang,sæt fyrir sálina* og lækning fyrir beinin. 25  Vegur virðist kannski rétturen liggur samt til dauða. 26  Verkamaðurinn stritar til að seðja hungriðþví að svengdin* drífur hann áfram. 27  Illa innrættur maður grefur upp hið illa,orð hans eru eins og brennandi eldur. 28  Friðarspillir* kveikir illindiog rógberi veldur vinaslitum. 29  Ofbeldismaðurinn lokkar náunga sinnog leiðir hann á ranga braut. 30  Hann deplar auga með illt í hyggju,fremur illskuverk með samankrepptar varir. 31  Grátt hár er falleg kóróna*á höfði þeirra sem ganga veg réttlætisins. 32  Sá sem er seinn til reiði er betri en stríðshetjaog sá sem hefur stjórn á skapinu er meiri en sá sem vinnur borgir. 33  Hlutkestinu er varpað í kjöltunaen Jehóva ræður hvað kemur upp.

Neðanmáls

Orðrétt „Það er mannsins að koma skipulagi á hjartað“.
Eða „rétta svarið“.
Orðrétt „hreina“.
Orðrétt „Veltu verkum þínum á Jehóva“.
Eða „forðar sér frá henni“.
Orðrétt „Í ljómanum af andliti konungs er líf“.
Eða „Sá finnur hið góða“.
Orðrétt „sætleiki varanna“.
Eða „sæt á bragðið“. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „munnur hans“.
Eða „Bragðarefur“.
Eða „heiðurskóróna“.