Orðskviðirnir 15:1–33

  • „Milt svar stöðvar bræði“ (1)

  • „Augu Jehóva eru alls staðar“ (3)

  • Bæn hinna réttlátu gleður Guð (8)

  • Áform bregðast án ráðfæringar (22)

  • Hugsaðu áður en þú svarar (28)

15  Milt* svar stöðvar bræðien hvöss* orð vekja reiði.   Hinir vitru beita tungu sinni af þekkinguen vitleysan streymir úr munni heimskingjanna.   Augu Jehóva eru alls staðarog fylgjast með bæði vondum og góðum.   Ljúf* tunga er lífstréen ill orð valda vonleysi.*   Heimskinginn ber enga virðingu fyrir aga föður sínsen sá sem er skynsamur hlustar á áminningar.   Í húsi hins réttláta eru mikil auðæfien uppskera* hins rangláta steypir honum í ógæfu.   Varir hinna vitru miðla þekkinguen það gerir hjarta hins heimska ekki.   Jehóva hefur andstyggð á fórn illra mannaen yndi af bæn hinna réttlátu.   Jehóva hefur óbeit á vegi hins ranglátaen elskar þann sem leggur rækt við réttlæti. 10  Þeim sem yfirgefur rétta braut þykir allur agi vondur*en sá sem hatar áminningar mun deyja. 11  Gröfin* og eyðingardjúpið* blasa við Jehóva,hve miklu fremur hjörtu mannanna! 12  Hinn háðski elskar ekki þann sem ávítar hann,hann leitar ekki ráða hjá hinum vitru. 13  Andlitið ljómar þegar hjartað er glatten hryggð í hjarta veldur sálarkvöl. 14  Hjarta hins vitra leitar að þekkinguen munnur hinna fávísu nærist á* heimsku. 15  Allir dagar hins þjakaða eru slæmiren sá sem er léttur í lund er alltaf í veislu. 16  Betra er að eiga lítið og óttast Jehóvaen vera vellauðugur og áhyggjufullur. 17  Betri er grænmetisréttur með kærleikaen nautasteik* með hatri. 18  Skapbráður maður vekur deiluren sá sem er seinn til reiði stillir þrætur. 19  Vegur hins lata er eins og þyrnigerðien braut hinna réttlátu er slétt. 20  Vitur sonur gleður föður sinnen heimskinginn fyrirlítur móður sína. 21  Sá sem skortir skynsemi hefur ánægju af heimskuen hygginn maður gengur beint áfram. 22  Áformin bregðast séu málin ekki rædden allt fer vel ef ráðgjafarnir eru margir. 23  Sá gleðst sem svarar vel*og hvað er betra en orð á réttum tíma! 24  Vegur lífsins liggur upp á við fyrir hinn vitrasvo að hann lendi ekki niðri í gröfinni.* 25  Jehóva rífur niður hús hins hrokafullaen stendur vörð um landamörk ekkjunnar. 26  Jehóva hefur andstyggð á ráðabruggi hins vondaen vingjarnleg orð gleðja hann. 27  Sá sem aflar illa fengins gróða leiðir óhamingju* yfir fjölskyldu sínaen sá sem hatar mútur mun lifa. 28  Hinn réttláti hugsar sig um áður en hann svarar*en illskan streymir úr munni vondra manna. 29  Jehóva er fjarlægur hinum vonduen heyrir bænir réttlátra. 30  Glaðlegt augnaráð* gleður hjartað,góðar fréttir styrkja* beinin. 31  Sá sem hlustar á lífgefandi áminningará heima meðal hinna vitru. 32  Sá sem hafnar aga fyrirlítur líf sitten sá sem hlustar á áminningar eykur skilning sinn. 33  Að óttast Jehóva er þjálfun í viskuog auðmýkt leiðir til virðingar.

Neðanmáls

Eða „Vingjarnlegt“.
Eða „særandi“.
Eða „Græðandi“.
Orðrétt „kremja andann“.
Eða „gróði“.
Eða „strangur“.
Eða „Abaddón“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „sækist eftir“.
Orðrétt „alinaut“.
Orðrétt „Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „skömm“.
Eða „íhugar vandlega hverju svara skuli; hugsar áður en hann talar“.
Orðrétt „Björt augu“.
Orðrétt „fita“.