Orðskviðirnir 13:1–25

  • Þeir sem leita ráða eru vitrir (10)

  • Óuppfylltar væntingar gera hjartað sjúkt (12)

  • „Trúr sendimaður veitir lækningu“ (17)

  • Að umgangast hina vitru gerir mann vitran (20)

  • Agi er merki um kærleika (24)

13  Vitur sonur þiggur aga föður sínsen hinn háðgjarni hlustar ekki á leiðréttingu.   Maðurinn nýtur góðs af ávexti munns sínsen hinir svikulu þrá ofbeldi.   Sá sem gætir orða sinna* varðveitir líf sitten illa fer fyrir þeim sem lætur allt flakka.   Hinn lati á sér margar óskir og er þó allslausen iðinn maður mettast ríkulega.*   Hinn réttláti hatar lygaren verk hinna illu eru til smánar og skammar.   Réttlætið verndar hinn saklausaen illskan verður syndaranum að falli.   Einn þykist vera ríkur en á þó ekkert,annar þykist vera fátækur en á þó mikinn auð.   Auður ríks manns er lausnargjald fyrir líf hansen enginn hótar hinum fátæka.*   Ljós réttlátra logar skærten á lampa hinna illu slokknar. 10  Hroki kveikir ekkert nema deiluren viska er hjá þeim sem leita ráða.* 11  Skjótfenginn* auður rýrnaren sá sem safnar smátt og smátt* verður sífellt ríkari. 12  Langdregin eftirvænting* gerir hjartað sjúkten uppfyllt ósk er lífstré. 13  Sá sem fyrirlítur leiðsögn* mun gjalda þessen sá sem virðir boðorðið hlýtur umbun. 14  Kennsla* hins vitra er lífslindog forðar frá snörum dauðans. 15  Vitur maður hlýtur velþóknunen margar raunir eru á vegi hinna svikulu. 16  Þekking er skynsömum manni leiðarljósen heimskinginn afhjúpar heimsku sína. 17  Vondur sendiboði kemst í ógönguren trúr sendimaður veitir lækningu. 18  Fátækt og skömm hlýtur sá sem hafnar agaen sá sem tekur til sín áminningar hlýtur heiður. 19  Uppfyllt ósk er sálinni* sæten að hverfa frá hinu illa er heimskingjunum andstyggð. 20  Sá sem umgengst hina vitru verður vituren illa fer fyrir þeim sem hefur félagsskap við heimskingja. 21  Ógæfan eltir syndaranaen velgengni er laun hinna réttlátu. 22  Góður maður lætur eftir sig arf handa barnabörnunumen auður syndarans kemur í hlut hins réttláta. 23  Plægður akur hins fátæka gefur mikla fæðuen óréttlæti getur sópað henni* burt. 24  Sá hatar son sinn sem hlífir honum við refsingu*en sá sem elskar son sinn agar hann.* 25  Hinn réttláti borðar sig saddanen magi hinna illu er tómur.

Neðanmáls

Orðrétt „munns síns“.
Orðrétt „verður feitur“.
Orðrétt „hinn fátæki heyrir engar ávítur“.
Eða „ráðfæra sig hver við annan“.
Eða „Illa fenginn“.
Orðrétt „með hendinni“.
Eða „Óuppfylltar væntingar“.
Eða „orðið“.
Eða „Lög“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „honum“.
Orðrétt „vendinum“.
Eða hugsanl. „agar hann fljótt“.