Orðskviðirnir 12:1–28

  • „Sá sem hatar áminningar er óskynsamur“ (1)

  • „Hugsunarlaus orð eru eins og sverðstungur“ (18)

  • Að stuðla að friði veitir gleði (20)

  • „Jehóva hefur andstyggð á lygavörum“ (22)

  • „Áhyggjur íþyngja hjartanu“ (25)

12  Sá sem elskar aga elskar þekkinguen sá sem hatar áminningar er óskynsamur.   Hinn góði hlýtur velþóknun Jehóvaen þann sem hefur illt í hyggju fordæmir hann.   Vonskuverk veita engum manni öryggien hinir réttlátu verða aldrei upprættir.   Góð* kona er kóróna manns sínsen kona sem hegðar sér skammarlega er eins og rotnun í beinum hans.   Hugsanir hinna réttsýnu eru réttlátaren leiðsögn hinna vondu er villandi.   Orð illra manna eru banvæn gildra*en munnur réttlátra bjargar þeim.   Þegar hinum vondu er kollvarpað heyra þeir sögunni tilen hús réttlátra stendur stöðugt.   Orðvar maður hlýtur hrósen sá sem er rangsnúinn í hjarta verður fyrirlitinn.   Betra er að vera lítils metinn og eiga þjónen að upphefja sjálfan sig og vera matarlaus.* 10  Hinn réttláti annast húsdýr sínen umhyggja vondra manna er grimmileg. 11  Sá sem ræktar land sitt hefur nóg að borðaen sá sem keppist eftir fánýti er óskynsamur. 12  Vondur maður öfundar hina illu af feng þeirraen rót hinna réttlátu ber ávöxt. 13  Vondur maður syndgar með vörum sínum og lendir í snöruen hinn réttláti umflýr erfiðleika. 14  Ávöxtur munnsins mettar mann gæðumog hann hlýtur umbun af handaverkum sínum. 15  Heimskinginn telur veg sinn réttanen hinn vitri þiggur ráð. 16  Heimskur maður lætur gremju sína strax* í ljósen vitur maður móðgast ekki auðveldlega.* 17  Áreiðanlegt vitni segir sannleikannen ljúgvitni fer með blekkingar. 18  Hugsunarlaus orð eru eins og sverðstunguren tunga hinna vitru græðir. 19  Sannsöglar varir standa að eilífuen lygatunga varir aðeins stutta stund. 20  Svik eru í hjörtum þeirra sem áforma illten gleðin er þeirra sem stuðla að friði. 21  Ekkert illt hendir hinn réttlátaen hörmungar hrúgast yfir hina vondu. 22  Jehóva hefur andstyggð á lygavörumen yndi af þeim sem eru heiðarlegir. 23  Skynsamur maður fer leynt með það sem hann veiten heimskinginn flaggar vanvisku sinni. 24  Hönd hinna iðnu mun ríkjaen iðjulausar hendur verða hnepptar í þrælkun. 25  Áhyggjur íþyngja hjartanu*en uppbyggjandi orð gleður það. 26  Hinn réttláti leitar að bestu bithögunumen vegur hinna illu leiðir þá á villigötur. 27  Letinginn eltir ekki bráðinaen dugnaður er dýrmætur fjársjóður. 28  Gata réttlætisins leiðir til lífs,á þeim vegi er enginn dauði.

Neðanmáls

Eða „Dugmikil“.
Orðrétt „liggja í leyni til að úthella blóði“.
Orðrétt „skorta brauð“.
Eða „samdægurs“.
Orðrétt „breiðir yfir smán“.
Eða „gera mann niðurdreginn“.