Orðskviðirnir 11:1–31

  • „Hjá hógværum er viska“ (2)

  • Fráhvarfsmaður steypir fólki í glötun (9)

  • „Allt fer vel ef ráðgjafarnir eru margir“ (14)

  • „Örlátum manni farnast vel“ (25)

  • „Sá sem treystir á auðæfi sín fellur“ (28)

11  Jehóva hefur andstyggð á svikavogen nákvæm lóð* gleðja hann.   Hroki leiðir til vansæmdaren hjá hógværum er viska.   Ráðvendni hinna réttlátu leiðir þáen undirferli hinna svikulu verður þeim að falli.   Auðæfi gagnast ekki á degi reiðinnaren réttlæti bjargar frá dauða.   Réttlæti hins ráðvanda gerir veg hans sléttanen vondur maður hrasar um eigin illsku.   Réttlæti hinna heiðarlegu bjargar þeimen hinir svikulu festast í snöru eigin girnda.   Þegar vondur maður deyr verður von hans að engu,þær væntingar sem hann ber til eigin styrkleika bregðast.   Hinum réttláta er bjargað úr neyðog hinn vondi kemur í hans stað.   Fráhvarfsmaður* steypir náunga sínum í glötun með tali sínuen þekking bjargar hinum réttlátu. 10  Borgin fagnar yfir góðvild hinna réttlátuog þegar vondir menn farast heyrast gleðióp. 11  Blessun réttlátra er borginni til góðsen munnur hinna vondu rífur hana niður. 12  Óskynsamur maður sýnir náunga sínum fyrirlitninguen hygginn maður þegir. 13  Rógberinn gengur um og ljóstrar upp leyndarmálumen traustur maður heldur trúnað.* 14  Án góðrar stjórnar* fellur þjóðinen allt fer vel ef ráðgjafarnir eru margir. 15  Illa fer fyrir þeim sem ábyrgist lán fyrir ókunnuganen sá sem forðast* handsöl er öruggur. 16  Elskuleg* kona hlýtur heiðuren harðbrjósta menn hrifsa til sín auðæfi. 17  Góðhjartaður maður* gerir sjálfum sér gotten grimmur maður kallar yfir sig ógæfu.* 18  Vondur maður aflar sér svikulla launaen sá sem sáir réttlæti hlýtur sanna umbun. 19  Sá sem heldur sig fast við réttlætið á líf í vændumen sá sem eltir hið illa á dauða í vændum. 20  Jehóva hefur andstyggð á hinum spilltuen yndi af þeim sem lifa flekklausu lífi. 21  Eitt er víst: Hinn illi sleppur ekki við refsinguen börn réttlátra komast undan. 22  Eins og gullhringur í svínstrýni,þannig er falleg kona sem skortir skynsemi. 23  Óskir hinna réttlátu leiða til góðsen vonir hinna illu leiða til reiði. 24  Einn gefur örlátlega og eignast sífellt meira,annar heldur í það sem ætti að gefa en verður samt fátækur. 25  Örlátum manni farnast velog sá sem endurnærir aðra* endurnærist sjálfur. 26  Fólk bölvar þeim sem heldur í korniðen blessar þann sem selur það. 27  Sá sem leitast við að gera gott leitast eftir velþóknunen sá sem sækist eftir illu verður sjálfur fyrir því. 28  Sá sem treystir á auðæfi sín felluren hinir réttlátu dafna eins og grænt laufið. 29  Sá sem leiðir ógæfu* yfir fjölskyldu sína erfir vindinnog heimskinginn verður þjónn hins vitra. 30  Ávöxtur hins réttláta er lífstréog sá sem vinnur sálir* er vitur. 31  Fyrst hinn réttláti á jörðinni fær það sem hann á skilið,hvað þá hinn illi og syndarinn!

Neðanmáls

Eða „heilir vogarsteinar“.
Eða „Hinn guðlausi“.
Orðrétt „breiðir yfir mál“.
Eða „viturlegrar leiðsagnar“.
Orðrétt „hatar“.
Eða „Heillandi“.
Eða „Maður sem sýnir tryggan kærleika“.
Eða „skömm“.
Orðrétt „gefur öðrum ríkulega að drekka“.
Eða „skömm“.
Sjá orðaskýringar.