Nahúm 3:1–19

  • „Illa fer fyrir borg blóðsúthellinganna!“ (1–19)

    • Ástæður fyrir dóminum yfir Níníve (1–7)

    • Níníve mun falla eins og Nó Amón (8–12)

    • Óhjákvæmilegt að Níníve falli (13–19)

3  Illa fer fyrir borg blóðsúthellinganna! Hún er full af svikum og ránum. Hana skortir aldrei bráð.   Það smellur í svipum og skröltir í hjólum,hófatak heyrist og gnýr í vögnum.   Riddarar á hestum, blikandi sverð og leiftrandi spjót,fjöldi fallinna og haugar af líkum– hinir látnu eru óteljandi. Menn hrasa um líkin.   Allt er þetta umfangsmiklu vændi hennar að kenna,hennar sem er falleg og heillandi, meistari í göldrum. Hún tælir þjóðir með vændi sínu og heilu ættirnar með göldrum sínum.   „Ég held gegn þér,“* segir Jehóva hersveitanna. „Ég lyfti upp pilsi þínu yfir andlit þitt,læt þjóðir sjá nekt þínaog konungsríki smán þína.   Ég ata þig óhreinindumog geri þig fyrirlitlega. Þú verður höfð að athlægi.   Allir sem sjá þig flýja frá þér og segja: ‚Níníve er lögð í rúst! Hver finnur til með henni?‘ Hvar á ég að finna huggara handa þér?   Ertu betri en Nó Amón* sem lá við Nílarkvíslar? Hún var umkringd vatni,hafið var auður hennar og hafið var múr hennar.   Til Eþíópíu sótti hún óþrjótandi styrk og eins til Egyptalands. Pútmenn og Líbíumenn hjálpuðu henni. 10  En jafnvel hún var flutt í útlegð,hún var hneppt í ánauð. Börn hennar voru barin til bana á hverju götuhorni. Menn vörpuðu hlutkesti um framámenn hennarog öll stórmennin voru bundin fjötrum. 11  Þú verður líka ölvuð. Þú ferð í felur. Þú leitar skjóls fyrir óvininum. 12  Öll varnarvirki þín eru eins og fíkjutré með fyrstu þroskuðu ávöxtunum. Ef þau eru hrist falla fíkjurnar í opinn munninn á gráðugum mönnum. 13  Hermenn þínir eru eins og konur. Hliðin að landi þínu verða galopin fyrir óvinum þínum. Eldur eyðir slagbröndunum. 14  Safnaðu vatni fyrir umsátrið! Styrktu varnarvirkin. Stígðu út í leðjuna og troddu leirinn,taktu fram leirmótið. 15  Eldurinn mun samt eyða þér. Þú fellur fyrir sverði. Það gleypir þig eins og ungar engisprettur. Gerðu íbúa þína óteljandi eins og ungar engisprettur,já, gerðu þá óteljandi eins og engispretturnar. 16  Kaupmönnum þínum hefur fjölgað og eru fleiri en stjörnur himins. Ungu engispretturnar hafa hamskipti og fljúga burt. 17  Varðmenn þínir eru eins og engispretturog foringjarnir eins og engisprettusveimur. Þær leita skjóls í steingörðum á köldum degien fljúga burt þegar sólin skínog enginn veit hvað af þeim verður. 18  Hirðar þínir eru syfjaðir, Assýríukonungur. Tignarmennirnir halda sig heima. Fólk þitt er tvístrað um fjöllinog enginn smalar því saman. 19  Ekkert mildar hörmungar þínar,sár þitt er ólæknandi. Allir sem fá fréttirnar af þér klappa saman höndumþví að hver hefur ekki orðið fyrir gegndarlausri grimmd þinni?“

Neðanmáls

Það er, Níníve.
Það er, Þeba.