Nahúm 1:1–15

  • Guð kemur fram hefndum á fjandmönnum (1–7)

    • Guð krefst óskiptrar hollustu (2)

    • Jehóva annast þá sem leita athvarfs hjá honum (7)

  • Níníve verður eytt (8–14)

    • Þrengingin kemur ekki í annað sinn (9)

  • Fagnaðarboðskapur handa Júda (15)

1  Yfirlýsing gegn Níníve: Bókin um sýnina sem Nahúm* Elkósíti sá:   Jehóva er Guð sem krefst óskiptrar hollustu og kemur fram hefndum. Jehóva hefnir og er tilbúinn að gefa reiði sinni útrás. Jehóva kemur fram hefndum á fjandmönnum sínumog safnar reiðinni í sjóð handa óvinum sínum.   Jehóva er seinn til reiði og máttugur mjögen Jehóva hlífir engum við refsingu sem á hana skilið. Eyðandi ofviðri og stormur fylgja honumog skýin eru rykið undan fótum hans.   Hann hastar á hafið og þurrkar það upp,hann lætur allar árnar þorna. Basan og Karmel skrælnaog blómin í Líbanon visna.   Fjöllin skjálfa fyrir honumog hæðirnar bráðna. Jörðin leikur á reiðiskjálfi frammi fyrir honumog sömuleiðis landið og allir sem í því búa.   Hver getur staðist gremju hans? Og hver þolir brennandi reiði hans? Hann úthellir heift sinni eins og eldiog klettarnir klofna frammi fyrir honum.   Jehóva er góður, vígi á degi neyðarinnar. Hann annast þá* sem leita athvarfs hjá honum.   Hann gereyðir borginni* í miklu flóðiog myrkrið eltir óvini hans.   Hvaða launráð bruggið þið gegn Jehóva? Hann útrýmir ykkur með öllu. Þrengingin kemur ekki í annað sinn. 10  Þeir* eru eins og þéttvaxið þyrnigerðiog eins og menn drukknir af bjór*en þeir munu fuðra upp eins og skraufþurr hálmur. 11  Frá þér kemur sá sem upphugsar illvirki gegn Jehóvaog gefur gagnslaus ráð. 12  Þetta segir Jehóva: „Þótt þeir séu fjölmennir og sterkirverða þeir felldir og hverfa.* Ég hef þjakað þig* en mun ekki gera það framar. 13  Nú brýt ég okið sem hann lagði á þigog slít sundur fjötra þína. 14  Jehóva hefur fyrirskipað varðandi þig:* ‚Nafn þitt mun ekki varðveitast. Ég útrými skurðgoðunum og málmlíkneskjunum* í húsi* guða þinna. Ég gref þér gröf því að þú ert fyrirlitlegur.‘ 15  Sjáið á fjöllunum fætur þess sem flytur fagnaðarboðskap,þess sem boðar frið. Haltu hátíðir þínar, Júda, efndu heit þínþví að vondir menn gera aldrei innrás framar. Þeim verður gereytt.“

Neðanmáls

Sem þýðir ‚huggari‘.
Eða „gefur gaum að þeim“. Orðrétt „þekkir þá“.
Það er, Níníve.
Það er, Nínívemenn.
Eða „hveitibjór“.
Eða hugsanl. „felldir þegar hann gerir árás“.
Það er, Júda.
Það er, Assýríu.
Eða „steyptu líkneskjunum“.
Eða „hofi“.