Míka 7:1–20

  • Siðferðishrun í Ísrael (1–6)

    • Óvinir í eigin fjölskyldu (6)

  • „Ég ætla að bíða þolinmóður“ (7)

  • Fólk Guðs fær uppreisn æru (8–13)

  • Míka biður til Guðs og lofar hann (14–20)

    • Svar Jehóva (15–17)

    • ‚Hvaða guð er eins og Jehóva?‘ (18)

7  Æ! Ég er eins og maðursem finnur engan berjaklasa til að borðaeða snemmvaxnar fíkjur sem hann sárlangar í eftir að sumarávöxtum hefur verið safnaðog eftirtíningi vínuppskerunnar er lokið.   Hinn trúfasti er horfinn af jörðinni,meðal manna er enginn réttlátur. Allir bíða færis til að úthella blóði,þeir reyna að veiða hver annan í net.   Þeir eru færir í að gera það sem er illt. Höfðinginn gerir kröfur,dómarinn krefst greiðslu,hinn voldugi lætur óskir sínar í ljósog saman leggja þeir á ráðin.*   Sá besti meðal þeirra er eins og þyrnar,sá réttlátasti verri en þyrnigerði. Dagurinn sem varðmenn þínir vöruðu við kemur, dagur uppgjörsins. Nú fyllast þeir skelfingu.   Trúðu ekki félaga þínumog treystu ekki nánum vini. Gættu þín hvað þú segir við hana sem liggur í faðmi þínum.   Sonur fyrirlítur föður sinn,dóttir snýst gegn móður sinniog tengdadóttir gegn tengdamóður sinni. Heimilismenn manns eru óvinir hans.   En ég ætla að skima eftir Jehóva. Ég ætla að bíða þolinmóður eftir Guði, frelsara mínum. Guð minn mun heyra til mín.   Hlakkaðu ekki yfir mér, óvinur* minn. Þótt ég hafi fallið stend ég upp aftur,þótt ég búi í myrkri er Jehóva ljós mitt.   Ég hef syndgað gegn Jehóvaog þarf því að þola reiði hansþar til hann flytur mál mitt og lætur mig ná rétti mínum. Hann leiðir mig út í ljósið,ég fæ að sjá réttlæti hans. 10  Óvinur minn sér það líkaog skömm leggst yfir hana sem spurði mig: „Hvar er Jehóva Guð þinn?“ Ég mun sjá hanaþegar hún verður troðin niður eins og aur á götu. 11  Sá dagur kemur að múrar þínir verða reistir,þann dag verða landamærin færð út.* 12  Þann dag koma menn til þínalla leið frá Assýríu og borgum Egyptalands,frá Egyptalandi allt til Fljótsins,*frá hafi til hafs og fjalli til fjalls. 13  Og landið leggst í eyði vegna íbúa sinna,vegna þess sem þeir hafa gert.* 14  Gættu fólks þíns með hirðisstaf þínum, hjarðarinnar sem þú átt*og bjó út af fyrir sig í skógi – í miðjum aldingarði. Haltu henni á beit í Basan og Gíleað eins og forðum daga. 15  „Ég læt ykkur sjá máttarverkeins og þegar þið fóruð út úr Egyptalandi. 16  Þjóðir sjá þau og skammast sín þrátt fyrir allan mátt sinn. Þær grípa fyrir munninn,missa heyrnina. 17  Þær sleikja rykið eins og höggormar,eins og skriðdýr jarðar koma þær skjálfandi út úr virkjum sínum. Þær koma óttaslegnar til Jehóva Guðs okkarog þær munu hræðast þig.“ 18  Hvaða guð er eins og þú? Þú fyrirgefur syndir og horfir fram hjá misgerðum þeirra sem eftir eru af fólki þínu.* Þú ert ekki reiður að eilífuþví að þú hefur yndi af að sýna tryggð og kærleika. 19  Þú sýnir okkur aftur miskunn og yfirbugar* syndir okkar. Þú kastar öllum syndum okkar í djúp hafsins. 20  Þú sýnir Jakobi tryggð,Abraham tryggan kærleika,eins og þú sórst forfeðrum okkar forðum daga.

Neðanmáls

Orðrétt „og þeir vefa þær saman“.
Hebreska orðið sem þýtt er ‚óvinur‘ er í kvenkyni.
Eða hugsanl. „verður úrskurðurinn fjarri“.
Það er, Efrat.
Orðrétt „vegna ávaxtar verka þeirra“.
Eða „sem er arfleifð þín“.
Eða „arfleifð þinni“.
Eða „treður niður; sigrar“.