Míka 1:1–16

  • Dómur yfir Samaríu og Júda (1–16)

    • Syndir og uppreisn orsök vandans (5)

1  Orð Jehóva um Samaríu og Jerúsalem sem opinberuðust Míka* frá Móreset í sýn á dögum Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda:   „Heyrið, allir þjóðflokkar! Hlustaðu, jörð og allt sem á þér er. Alvaldur Drottinn Jehóva vitni gegn ykkur– Jehóva í heilögu musteri sínu.   Jehóva kemur út frá dvalarstað sínum,hann stígur niður og gengur yfir hæðir jarðar.   Fjöllin bráðna undan honumog dalirnir* klofna,eins og vax fyrir eldi,eins og vatn sem steypist niður bratta hlíð.   Þetta gerist vegna uppreisnar Jakobs,vegna synda Ísraelsmanna. Hverjum er uppreisn Jakobs að kenna? Er það ekki Samaríu? Og hverjum eru fórnarhæðirnar í Júda að kenna? Er það ekki Jerúsalem?   Ég geri Samaríu að grjótrúst á víðavangi,að gróðurreit til að planta víngarða. Ég kasta steinum hennar niður í dalinnog læt beran grunninn blasa við.   Öll skurðgoð hennar verða brotin í spaðog allar gjafirnar sem hún seldi sig fyrir verða brenndar* í eldi. Ég eyðilegg öll guðalíkneski hennar. Hún keypti þau fyrir vændislaun sínog þau verða aftur notuð sem vændislaun.“   Af þessari ástæðu græt ég og kveina,ég geng berfættur og nakinn. Ég ýlfra eins og sjakali,kveina af sorg eins og strútur   því að sár hennar er ólæknandi,það hefur dreift sér alla leið til Júda. Plágan hefur náð að hliði samlanda minna, að Jerúsalem. 10  „Boðið það ekki í Gat,þið skuluð alls ekki gráta. Veltið ykkur í rykinu í Betleafra.* 11  Farið burt nakin og auðmýkt, þið sem búið í Safír. Íbúar Saanan voga sér ekki út. Kveinað verður í Bet Haesel, frá henni fáið þið engan stuðning framar. 12  Íbúar Marot héldu að þeir ættu gott í vændumen ógæfa frá Jehóva hefur náð hliði Jerúsalem. 13  Spennið hesta fyrir vagninn, íbúar Lakís. Hjá ykkur hófst synd dótturinnar Síonarþví að hjá ykkur fannst uppreisn Ísraels. 14  Þess vegna gefið þið Móreset Gat kveðjugjafir. Íbúar* Aksíb ollu konungum Ísraels vonbrigðum. 15  Ég sendi sigurvegarann til ykkar,* íbúar Maresa. Dýrð Ísraels skal ná allt til Adúllam. 16  Krúnurakið ykkur, skerið af ykkur hárið af sorg yfir elskuðum börnum ykkar. Rakið ykkur sköllótta eins og hrægamm*því að börnin hafa verið tekin frá ykkur og send í útlegð.“

Neðanmáls

Stytting á nafninu Mikael (sem þýðir ‚hver er eins og Guð?‘) eða Míkaja (sem þýðir ‚hver er eins og Jehóva?‘).
Eða „lágslétturnar“.
Eða „öll vændislaun hennar verða brennd“.
Eða „í húsi Afra“.
Orðrétt „Hús“.
Eða „sendi til ykkar þann sem hrekur ykkur burt“.
Hebreska orðið getur einnig merkt örn.