Jobsbók 28:1–28

  • Job ber saman fjársjóði jarðar og viskuna (1–28)

    • Námugröftur manna (1–11)

    • Viskan er verðmætari en perlur (18)

    • Að virða Jehóva er sönn viska (28)

28  „Til eru staðir þar sem vinna má silfurog staðir þar sem menn hreinsa gull.   Járn er sótt í jörðinaog kopar bræddur* úr grjóti.   Maðurinn sigrar myrkrið,hann kannar dimmustu afkimaí leit að málmgrýti.*   Hann grefur námugöng fjarri mannabyggð,á gleymdum stöðum fjarri alfaraleið.Menn síga niður og sveiflast í reipum.   Matvæli vaxa á jörðinnien niðri í henni er öllu umrótað eins og í eldi.*   Í grjótinu þar finnst safírog í mölinni er gull.   Enginn ránfugl ratar þangað,auga gleðunnar* hefur aldrei séð göngin.   Engin villidýr hafa stigið þar fæti,ungljónið hefur ekki læðst þar um.   Maðurinn heggur grjóthart bergið,hann grefur undan fjöllunum svo að þau hrynja. 10  Hann heggur vatnsrásir í bergiðog kemur auga á alls kyns gersemar. 11  Hann stíflar uppsprettur ánnaog dregur hið hulda fram í dagsljósið. 12  En viskan – hvar er hana að finnaog hvar er uppspretta skilnings? 13  Enginn maður áttar sig á gildi hennarog hana er ekki að finna í landi hinna lifandi. 14  Djúpið segir: ‚Hún er ekki í mér!‘ og hafið segir: ‚Hún er ekki hjá mér!‘ 15  Hún fæst ekki fyrir skíragullog ekki í skiptum fyrir silfur. 16  Hún verður ekki keypt fyrir Ófírgullné sjaldgæfa ónyx- og safírsteina. 17  Gull og gler jafnast ekki á við hanaog hún fæst ekki í skiptum fyrir ker úr fínasta* gulli, 18  svo ekki sé minnst á kóral og kristalþví að viskan er verðmætari en pyngja full af perlum. 19  Tópas frá Kús jafnast ekki á við hana,hún verður ekki einu sinni keypt fyrir skíragull. 20  Hvaðan kemur þá viskanog hvar er uppspretta skilnings? 21  Hún er hulin augum alls sem lifir,falin fyrir fuglum himins. 22  Eyðingin og dauðinn segja:‚Við höfum bara frétt af henni.‘ 23  Guð þekkir leiðina til hennar,hann einn veit hvar hún býr 24  því að hann horfir til endimarka jarðarog sér allt undir himninum. 25  Þegar hann gaf vindinum afl*og afmarkaði vatninu stað, 26  þegar hann setti regninu lögog markaði þrumuskýjunum braut 27  þá sá hann viskuna og skýrði hana,hann fastmótaði hana og prófaði. 28  Og hann sagði við manninn: ‚Djúp virðing fyrir* Jehóva – það er viska,og að forðast hið illa er skynsemi.‘“

Neðanmáls

Orðrétt „hellt“.
Orðrétt „grjóti“.
Hér er greinilega átt við námugröft.
Það er, vatnagleðunnar.
Eða „hreinsuðu“.
Orðrétt „þunga“.
Orðrétt „Að óttast“.