Jeremía 49:1–39

  • Spádómur gegn Ammón (1–6)

  • Spádómur gegn Edóm (7–22)

    • Edóm þurrkaður út sem þjóð (17, 18)

  • Spádómur gegn Damaskus (23–27)

  • Spádómur gegn Kedar og Hasór (28–33)

  • Spádómur gegn Elam (34–39)

49  Um Ammóníta. Jehóva segir: „Á Ísrael enga syni? Á hann engan erfingja? Hvers vegna hefur Malkam* lagt undir sig landsvæði Gaðs? Og hvers vegna býr þjóð hans í borgum Ísraels?“   „‚Þeir dagar koma því,‘ segir Jehóva,‚að ég læt blása til atlögu* gegn Rabba, borg Ammóníta. Hún verður að yfirgefinni grjóthrúguog bæirnir umhverfis hana* verða brenndir.‘ ‚Og Ísrael endurheimtir landið sem þeir tóku af honum,‘ segir Jehóva.   ‚Kveinaðu, Hesbon, því að Aí er lögð í rúst! Hljóðið, bæir umhverfis Rabba,klæðist hærusekk. Kveinið og ráfið um meðal steinbyrgjanna*því að Malkam fer í útlegðásamt prestum sínum og höfðingjum.   Hvers vegna montarðu þig af dölunum,*af frjósamri sléttu þinni, þú ótrúa dóttirsem treystir á fjársjóði sínaog segir: „Hver ætti að ráðast á mig?“‘“   „‚Ég leiði yfir þig skelfingu,‘ segir alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna,‚úr öllum áttum. Þið tvístrist í allar áttirog enginn safnar saman þeim sem flýja.‘“   „‚En seinna safna ég saman útlögum Ammóníta,‘ segir Jehóva.“  Um Edóm. Jehóva hersveitanna segir: „Er engin viska lengur í Teman? Eru góð ráð horfin frá hinum skynsömu? Er viska þeirra rotin?   Flýið, snúið við! Farið og felið ykkur í djúpum dölum, þið sem búið í Dedan,því að ég sendi hörmungar yfir Esaúþegar sá tími kemur að ég beini sjónum mínum að honum.   Ef menn koma til þín og tína vínber,skilja þeir ekki eitthvað eftir til eftirtínslu? Ef þjófar koma að nóttuskemma þeir aðeins það sem þeir vilja. 10  En ég geri Esaú allslausan. Ég afhjúpa felustaði hanssvo að hann geti ekki falið sig. Börnum hans, bræðrum og nágrönnum verður öllum eyttog hann mun heyra sögunni til. 11  Skildu föðurlausu börnin eftirog ég sé til þess að þau haldi lífi. Ekkjur þínar geta treyst á mig.“ 12  Jehóva segir: „Fyrst þeir sem hafa ekki verið dæmdir til að drekka bikarinn þurfa að drekka hann, hvers vegna ættir þú þá að sleppa með öllu við refsingu? Þú sleppur ekki við refsingu. Þú verður að drekka hann.“ 13  „Ég hef svarið við sjálfan mig,“ segir Jehóva, „að fólk mun hrylla við Bosra og smána hana, henni verður eytt og hún nefnd í bölbænum. Allar borgir hennar verða að eilífum rústum.“ 14  Ég hef heyrt boðskap frá Jehóva,sendiboði hefur verið sendur til þjóðanna: „Safnist saman og haldið gegn Edóm. Búist til bardaga!“ 15  „Ég hef gert þig ómerkilegan meðal þjóðanna,fyrirlitinn meðal manna. 16  Skelfingin sem þú ollir hefur blekkt þigog hroki hjarta þíns,þú sem býrð í skjóli klettannaog dvelur á hæstu hæðum. Þó að þú gerir þér hreiður hátt uppi eins og örninnsteypi ég þér niður þaðan,“ segir Jehóva. 17  „Fólk mun hrylla við Edóm. Allir sem fara þar fram hjá fyllast óhug og blístra af undrun yfir öllum hörmungum hans. 18  Eins fer fyrir honum og þegar Sódómu og Gómorru og nágrannabæjum þeirra var eytt,“ segir Jehóva. „Enginn mun búa þar né nokkur maður setjast þar að. 19  Óvinur ræðst á friðsæl beitilöndin eins og ljón sem kemur úr þykku kjarrinu meðfram Jórdan. Ég hrek þá* burt úr landinu á augabragði og set hinn útvalda yfir það því að hver jafnast á við mig og hver getur ákært mig? Hvaða hirðir getur staðist frammi fyrir mér? 20  Heyrið því ákvörðun* Jehóva um Edóm og áform hans um íbúa Teman: Hinir minnstu í hjörðinni verða dregnir burt. Hann gerir beitiland þeirra að auðn vegna þeirra. 21  Jörðin nötrar við hávaðann af falli þeirra. Neyðaróp heyrast! Ómurinn berst allt til Rauðahafs. 22  Hann hefur sig á loft eins og örn og steypir sér niður,þenur vængina yfir Bosra. Á þeim degi verður hjarta hermanna Edómseins og hjarta konu í barnsburði.“ 23  Um Damaskus: „Hamat og Arpad eru niðurlægðarþví að þær hafa heyrt ógnvænlegar fréttir. Hjörtu þeirra bráðna af ótta. Hafið er ólgandi og finnur enga ró. 24  Damaskus hefur misst kjarkinn. Hún snerist á flótta en ofsahræðsla greip hana. Hún er undirlögð angist og kvöleins og kona í barnsburði. 25  Hvers vegna hefur fólk ekki yfirgefið borgina dásömuðu,borg gleðinnar? 26  Ungir menn hennar munu falla á torgunumog allir hermennirnir farast á þeim degi,“ segir Jehóva hersveitanna. 27  „Ég kveiki í múrum Damaskusog eldurinn gleypir virkisturna Benhadads.“ 28  Um Kedar og konungsríki Hasórs sem Nebúkadnesar* Babýlonarkonungur vann. Jehóva segir: „Af stað, farið upp til Kedarsog útrýmið austanmönnum. 29  Tjöld þeirra og hjarðir verða tekin herfangi,tjalddúkar þeirra og allar eigur. Úlfaldar þeirra verða teknirog menn munu hrópa til þeirra: ‚Skelfing er allt um kring!‘ 30  Forðið ykkur, flýið langar leiðir! Farið og felið ykkur í djúpum dölum, þið sem búið í Hasór,“ segir Jehóva,„því að Nebúkadnesar* Babýlonarkonungur hefur lagt á ráðin gegn ykkurog er með áætlun um að ráðast á ykkur.“ 31  „Af stað! Haldið gegn þjóðinni sem býr við friðog er örugg um sig,“ segir Jehóva. „Hún hefur hvorki hurðir né slagbranda og býr út af fyrir sig. 32  Úlfaldar þeirra verða ránsfengurog aragrúi búfjár þeirra herfang. Ég tvístra þeim í hverjum vindi,*þeim sem skera hárið við gagnaugun,og leiði hörmungar yfir þá úr öllum áttum,“ segir Jehóva. 33  „Hasór verður að bæli sjakala,að eilífum eyðirústum. Enginn mun búa þarné nokkur maður setjast þar að.“ 34  Þetta er orð Jehóva sem kom til Jeremía spámanns varðandi Elam í upphafi stjórnartíðar Sedekía Júdakonungs: 35  „Jehóva hersveitanna segir: ‚Ég brýt boga Elamíta, sterkasta vopn þeirra.* 36  Ég leiði yfir Elamíta vindana fjóra frá fjórum endimörkum himins og tvístra þeim í öllum þessum vindum. Engin þjóð mun fyrirfinnast sem Elamítar hrökklast ekki til.‘“ 37  „Ég læt Elamíta fyllast skelfingu frammi fyrir óvinum þeirra og þeim sem vilja drepa þá. Ég leiði yfir þá ógæfu, brennandi reiði mína,“ segir Jehóva. „Ég sendi sverðið á eftir þeim þar til ég hef útrýmt þeim.“ 38  „Ég reisi hásæti mitt í Elam og eyði þaðan konungi og höfðingjum,“ segir Jehóva. 39  „En á síðustu dögum safna ég saman útlögum Elams,“ segir Jehóva.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „læt heróp óma“.
Eða „sem tilheyra henni“.
Eða „fjárbyrgjanna“.
Eða „lágsléttunum“.
Vísar sennilega til Edómíta.
Eða „fyrirætlun“.
Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.
Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.
Eða „í allar áttir“.
Orðrétt „upphaf máttar þeirra“.